Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 109

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 109
Helgi Skúli Kjartansson 109 .. Samkvæmt frásögn blaðsins hafði það verið álit útibússtjóra Landsbankans á Eskifirði, sem að sjálfsögðu var viðskiptabanki Andrafélagsins, að til togarakaupanna þyrfti 50 þús. króna eigið fé. Hafi tekist að safna þeirri upphæð í hlutafé eða hlutafjárloforðum, 15 þús. kr. frá hreppnum og 35 þús. frá einstaklingum. Síðan hafi verkafólk, „konur sem karlar“ (en ekki nefndir sjómenn), verið fengið til að lofa „10% af verkakaupi sínu hjá félaginu“ sem hlutafé gegn loforði um forgang að vinnu. Er áætlað að hlutafé verkafólksins geti á fimm árum numið um 35 þúsund krónum. Trúlega er það sú upphæð sem verkafólkinu „er ætlað að leggja til félagsins“ skv. ályktun ASÍ-þingsins, og væri þá hætt að draga 10% af launum er því marki væri náð. Þessi þátttaka launþega í fjármögnun félagsins er í sjálfu sér ekki gagnrýnd heldur hvernig að henni var staðið. Hlutafjárloforðum verka­ fólksins hafi verið safnað án vitundar verkalýðsfélagsins og telur blaðið það „líklegt til að vekja ótrú og óvild“. Þá hafi stjórn verið kjörin á stofnfundi án þess að hreppsnefndin hafi neytt atkvæðisréttar síns. „Hinir hluthafarnir“ (þeirra á meðal að vísu oddviti hreppsnefndarinnar sem Alþýðublaðið virðist telja að hafi aðeins komið fram í krafti eigin hlutafjáreignar en ekki hreppsins) hafi verið þar einráðir „og haga rekstri félagsins eins og venjulegt gróðafélag væri“. Heyrst hafi að stjórnin ætli ekki að afhenda verkafólki hlutbréf fyrr en hlutur hvers og eins sé kominn upp í 100 krónur, jafnvel að hún telji sér þá heimilt að endurgreiða tíu prósentin. En það sé „vonandi alveg tilhæfulaust“. Af hverju vill Alþýðublaðið að verkamaður eða verkakona, sem búin er að vinna hjá félaginu fyr­ ir þúsund krónum og fá aðeins 900 útborgaðar, fái mismuninn í hlutabréfum fremur en peningum? Tæplega af því að hlutabréfin séu líkleg til að vera meira virði í beinhörðum peningum. Ekki má líta á þau sem neina „árangurstengingu“ launa í sama skilningi og þegar kaupaukagreiðslur nútímans eru inntar af hendi í hlutabréfum, jafnvel bundnum til einhverra ára, til þess að rekstrarárangur félags­ ins speglist í kjörum bónusþegans. Andrafélagið var ekki stofnað í mikilli von um að hluthafar nytu arðgreiðslna, hvað þá verðhækkunar á hlutabréfunum. Árangri sínum myndi það ná með því að ná að starfa sem lengst og halda uppi sem mestri starfsemi í heimabyggðinni. Verkafólk, sem skrifaði undir samning um 10% afdrátt af launum, átti ekki að njóta árangurstengdra launa heldur „árangurs­ Tafla 1. Eskifjörður 1925–1937, fólksfjöldi og útflutningur Ár Fólksfjöldi í árslok (þorpið) Vöruútflutningur frá Eskifirði Í þús. króna Hlutfall af landsútflutningi, ‰ 1918 561 1925 769 622 7,9 1926 812 608 11,4 1927 760 873 13,8 1928 771 1012 12,6 1929 738 702 9,5 1930 758 613 10,2 1931 754 664 13,8 1932 722 439 9,2 1933 736 384 7,4 1934 746 362 7,6 1935 742 117 2,5 1936 763 63 1,3 1937 738 97 1,7 1935 769 622 7,9 1940 680 Heimildir: sjá viðauka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.