Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 110

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 110
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 110 .. tengdrar atvinnu“. Því var ekki lofað atvinnuöryggi – Andri myndi ekki fastráða neitt verkafólk – heldur forgangi að þeirri daglaunavinnu sem í boði yrði, og hún yrði því ríflegri sem betur tækist til um rekstur félagsins. Sú kjarabót væri þegar komin fram hvort sem hundrað krónurnar yrðu á end­ anum greiddar í peningum eða hlutabréfum. En Alþýðublaðið vill greinilega ekki svipta verkafólkið tækifærinu til að verða í sameiningu stór hluthafi í lykilfyrirtæki staðarins. Hér ræður þá sjónarmið sem kenna má við atvinnulýðræði. Svo fór þó að Andrafélagið greiddi aldrei vinnulaun í hlutabréfum. Hafi tíu prósentunum verið haldið eftir í fyrstu, sem ekki eru beinar heimildir fyrir, þá hefur félagið, þvert gegn því sem Alþýðu­ blaðið ætlaðist til, endurgreitt þau áður en til útgáfu hlutabréfanna kom. Þess í stað bauðst verka­ lýðsfélaginu að kaupa lágmarkshlut í félaginu, 100 krónur, og fá þannig fulltrúa á félagsfundum – ekki stjórnarfundum. Þessi kaup fóru fram í febrúar 1929 þegar félagið hafði starfað í rúmt ár (Einar Bragi, 1983, bls. 146). Á hluthafalista er „formaður verkamannafél. „Árvakur““ skráður fyrir þessum 100 króna hlut (Smári Geirsson, 1991). Meira varð ekki úr þessari mjög sérstöku tilraun til atvinnulýðræðis í þeirri mynd að hluti vinnulauna yrði með tímanum að verulegum eignarhlut verkafólks í hlutafélagi. Menn virðast hafa tekið henni hikandi, bæði forráðamenn félagsins, sem hikuðu við að framkvæma hana, og málsvarar verkalýðshreyfingarinnar sem tóku ekki afstöðu með eða móti aðferðinni sjálfri. Ekki veit greinarhöfundur til að hliðstæðar tilraunir hafi komið til tals annars staðar. Kreppan fyrir kreppu Það var hvorki af stórhug né bjartsýni sem Eskfirðingar réðust í togarakaup á því herrans ári 1928. Þvert á móti var það varnarleikur í kröppu tafli um framtíð útgerðar í plássinu. Tafla 2. Þilskipafloti Eskifjarðar (fiskiskip tólf tonna og stærri) Ár Botnfiskafli Togari (Andri) Línuveiðarar Vélbátar Þar af samvinnubátar* Tonn Áhöfn Fjöldi Áhöfn Fjöldi Áhöfn Fjöldi Áhöfn 1925 390 1 15 3 24 1926 257 1 16 1 4 1927 396 2 35 1 4 1928 1767 26 1 14 2 8 1929 1516 30 1 16 2 8 1930 2494 27 1 16 2 8 1931 885 31 3** 19 1 4 1932 242 1 17 3 12 2 8 1933 512 3 12 1 4 1934 1202 6 32 4 24 1935 366 5*** 20 3*** 12 1936 394 5*** 26 1937 469 5*** 35 * Samvinnufélag Eskfirðinga 1931 (frá september) og 1933; „Félagsútgerð“ 1932; Kakali 1934 og 1935. ** Sleppt tveimur sem aðeins voru á síldveiðum í fjórar vikur. *** Sleppt stærsta bátnum sem einungis var á síld yfir sumarið. Heimild: sjá viðauka. Á ýmsa mælikvarða hafði Eskifjörður verið uppgangspláss fram yfir miðjan áratuginn. Íbúum fór, eins og tafla 1 sýnir, fjölgandi allt til 1926. Töflur 1 og 2 sýna að vísu vissan samdrátt það ár, en að­ eins tímabundinn. Árið 1927, þegar nýr línuveiðari (stór gufubátur) var kominn í stað tveggja minni vél báta, sló afli og útflutningur öll met, líka trilluaflinn (Tafla 3).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.