Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 111

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 111
Helgi Skúli Kjartansson 111 .. Hvað var þá að? Vandinn lá í afkomu útgerðarinnar og þar með afkomu verslananna sem ýmist gerðu út sjálfar eða tóku útvegsmenn í viðskipti og fjármögnuðu rekstur þeirra með gjaldfresti þegar í harðbakkann sló. Verslanirnar, og útvegsmenn að hluta, sóttu rekstrarfé sitt til Landsbankans sem hafði einmitt útibú á Eskifirði. Þar söfnuðu þær skuldum uns bankinn setti þeim stólinn fyrir dyrnar, reyndar með svipuðum hætti og gerðist á fleiri útgerðarstöðum. Einar Bragi (1973, bls. 7–9) hefur dregið upp dramatíska mynd af þessari atburðarás. „Afkoma verslananna á Eskifirði hafði frá byrjun fyrri heimsstyrjaldar verið góð flest árin,“ segir hann, þar til „um og eftir 1926“ þegar að kreppti, bæði vegna aflatregðu og verðfalls á erlendum mörkuðum, „en þar á ofan bættist vaxandi aðgangsharka lánastofnana“. Þau umskipti tengir hann við kosningar og stjórnarskipti 1927, þegar Framsóknarmenn komust til valda, og muni Jónas frá Hriflu „hafa grátið þurrum tárum þótt kaupmenn færu á hausinn: því fleiri, þeim mun betra“. Um Eskifjörð segir hann að gengið var að kaupmönnum án allrar miskunnar, fyrirtæki þeirra tekin til gjald­ þrotaskipta og eignirnar seldar – oftast ef ekki ævinlega fyrir brot af matsverði. Að einu til tvemur árum liðnum var um að litast eins og risvaxinn skriðdreki hefði vaðið blindandi yfir öll helstu atvinnu- og verslunarfyrirtæki á staðnum og lagt þau í rúst. Í raun mun þetta allt hafa átt sér töluvert lengri aðdraganda. Um það átti Einar Bragi (1983, bls. 66) sjálfur eftir að finna og birta athyglisverða heimild, einkabréf frá ágúst 1926. Á Eskifirði „stendur hagur almennings mjög illa“ enda fáist lítið fyrir fiskinn. Þar eigi „bankinn okkar“ hlut að máli, en aðkoma hans hafi „mest gengið út á að skipa kaupmönnum að gefa svo lítið fyrir fiskinn sem mögu­ legt er“ og að „stoppa margar stærri sjávardriftir.“ Þarna er útibú Landsbankans þegar farið að vinda ofan af skuldasöfnun útgerðarinnar, bæði við bankann sjálfan og við kaupmenn sem greinilega eru bankanum háðir. Þegar tveir af þremur vélbátum hverfa úr þorpinu 1926 (sjá töflu 2) er það væntan- lega til vitnis um strangari útlánastefnu. Tafla 3. Smábátafloti Eskifjarðar (bátar minni en 12 tonn) Ár Trillur Árabátar Þorskafli* (tonn) Bátar Áhöfn Bátar Áhöfn 1925 208 1926 12 47 4 11 280 1927 10 46 1 2 524 1928 10 39 0 0 714 1929 13 49 0 0 849 1930 11 53 0 0 804 1931 12 75 0 0 649 1932 9 32 1 3 533 1933 7 23 0 0 570 1934 8 37 3 30 533 1935 6 20 2 4 233 1936 5 18 0 0 304 1937 6 20 4 12 450 * Lagt saman „þorskur“ og „smáfiskur“, sleppt því sem sum árin er gefið upp í fiskafjölda en ekki þyngd. Heimild: sjá viðauka Enn lengri aðdraganda lýsir Jón Ívarsson, á þessum tíma kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, þegar hann ritar minningargrein um Þorgils Ingvarsson, Landsbankamanninn sem 27 ára gamall var send­ ur austur á Eskifjörð sem útibússtjóri og gegndi því starfi frá 1924 til 32. Aðkomu Þorgils lýsir Jón (1973) þannig:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.