Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 113

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 113
Helgi Skúli Kjartansson 113 .. á enda. Sérstök nefnd, sem falið var að meta efnahag Landsbankans einmitt í árslok 1927, taldi eignir hans enn ofmetnar um 13%, og hjá útibúinu á Eskifirði þyrfti að afskrifa meira en þriðjung af bók færðum eignum (Jóhannes Nordal, 2002). Þetta á við starfssvæði útibúsins, þ.e. allt Austurland, en ólíklegt virðist að staðan á Eskifirði sjálfum hafi verið betri en annars staðar. Ólíkt hinni samræmdu leiftursókn Ísafjarðarútibúanna verður ekki séð að Austurlandsútibúin, Landsbankinn á Eskifirði og Íslandsbanki á Seyðisfirði, hafi fylgst neitt að í innheimtuaðgerðum. Það var ekki fyrr en 1929 sem Íslandsbanki lét undan pólitískum þrýstingi og tók til í útlánasafninu á Seyðisfirði, en þar rak bróðir útibússtjórans verslun sem reyndist svo skuldug að gjaldþrot hennar reið bankanum að fullu. Þótt Íslandsbanka væri ekki formlega slitið fyrr en 1930, þá var banamein hans ekki heimskreppan heldur miklu fremur stríðslokakreppan. Á Eskifirði reyndi Landsbankinn að stíga varlegar til jarðar, eins og lýst er í fyrrnefndri Alþýðu- blaðsgrein 1928 um Andraútgerðina. Höfundur hennar, væntanlega Haraldur Guðmundsson, þá þingmaður Ísafjarðar, ber saman framgöngu bankanna á Ísafirði og Eskifirði. Á báðum stöðum hafi „einstaklingsframtakið … fengið að leika … lausum hala“ og „braska með fé lánsstofnananna“ uns „allt strandaði“. Á Ísafirði hafi útibú bankanna verið „samhent um að selja sem mest af skipunum burtu úr bænum“ og helst litið út fyrir að þau myndu „með þessari fáheyrðu ráðstöfun … leggja bæinn í auðn.“ Miklu mildari orðum fer hann um Landsbankann á Eskifirði. Hann nefnir ekki kaup­ menn, en „þegar útgerðarmenn þar gáfust upp tók útibúið við eignum þeirra. Seldi það skipin ekki burt úr þorpinu heldur sumpart leigði og sumpart seldi, að minnsta kosti að nafninu til, þorpsbúum skipin.“ Sé það „góðra gjalda vert“ þó niðurstaðan yrði bátafloti sem bæði var „allt of lítill og of lítið notaður“ til að halda uppi atvinnu. Svo mikið er víst að þegar Þorgils Ingvarsson tók við stjórn Landsbankans á Eskifirði 1924 hefur atvinnulíf staðarins þegar verið sokkið í skuldir og lifað af náð útibúsins sem aftur var háð fjármagni frá aðalbankanum. Á nokkrum næstu árum hefur útibúið gert upp þessar gömlu skuldir, gengið að veðum, knúið menn í gjaldþrot, en reynt að halda starfseminni sem mest gangandi, bæði í verslun og útgerð, með því að leigja eða selja yfirteknar eignir og fjármagna rekstur þeirra að nýju, jafnvel lánað gjaldþrota kaupmönnum til að byrja aftur í smáum stíl (sjá dæmi hjá Einari Braga, 1973, bls. 9). Og auðvitað var það háð fyrirgreiðslu Landsbankans að kaupa togara í plássið. Af birtum reikningum Landsbankans (sjá viðauka) má fá nokkra hugmynd um hag Eskifjarðar­ útibúsins. Á árunum 1924 og 25 afskrifaði bankinn töp á útibúinu upp á 1,7 milljónir króna, hátt í 40% af eignum þess sem aðallega voru útlán. Eignirnar drógust þó ekki saman heldur náðu hámarki 1926; þannig hefur útibúið fengið fé frá bankanum til að veita ný lán í stað hinna afskrifuðu, og vel það. Næstu þrjú ár, 1927–29, einkennast hins vegar af aðhaldi í útlánum. Afskrifað tap á útibúinu nam þá samtals 1,5 milljónum en eignir þess minnkuðu um 1,4 milljónir. Hér hafa töpin ekki verið bætt upp með nýju starfsfé frá aðalbankanum. Samt var það á þessum árum sem útibúið tók Andra- félagið í viðskipti og hefur þá ekki haft mikið aflögu handa öðrum rekstri á Eskifirði. Enda eru þetta árin sem Einar Bragi lýsti svo að „öll helstu atvinnu- og verslunarfyrirtæki“ á staðnum hafi verið lögð „í rúst“. Næstu árin, fram til 1937, er meira jafnvægi á rekstri útibúsins. Bankinn hafði aukið starfsfé þess upp í 4 milljónir 1931 sem rýrnaði smám saman niður í 3,2 milljónir 1937, nokkurn veginn í takt við afskrifuð töp sem námu kringum 200 þúsundum á ári eða 5–6% af starfsfé. Heimskreppan og endalok Andra Andrafélagið var stofnað í árslok 1927, keypti togarann um áramót, en virðist ekki hafa tekið form­ lega við rekstri hans fyrr en um miðjan mars (sjá töflu 4). Hann átti þá eftir einn túr á vetrarvertíð við Suðurland en með þann farm var siglt til heimahafnar á Eskifirði. Sami háttur var hafður á næstu árin, Andri gerður út frá Reykjavík á vetrarvertíð en síðan frá Eskifirði fram eftir vori og sótti þá á miðin við Hvalbak, a.m.k. flest árin. Í skýrslum Fiskifélagsins (Hermann Þorsteinsson, 1930) er þó fullyrt að 1929 hafi Andri aðeins landað einum farmi á Eskifirði, væntanlega þeim síðasta af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.