Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 114

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 114
Alþýðan og atvinnulífið: Félagslegt framtak á Eskifirði 1925 til 1937 114 .. vetrarvertíð. Bæði á vetrar- og vorvertíð var „fiskað í salt“, aflinn saltaður um borð en fullverkaður í landi. Andri hefur ekki þótt henta til síldveiða og var honum því, eins og flestum togurum, lagt yfir sumarið. (Samkvæmt fiskiskýrslum Hagstofunnar, sjá töflu 4, hefði Andri átt að vera á þorskveiðum allt sumarið 1929 en það fær ekki stoð af öðrum heimildum.) Frá hausti og fram eftir vetri var svo veitt í ís og landað í Bretlandi, síðari árin líka í Þýskalandi. Gjarna var þá komið inn til Eskifjarðar að taka kol, ís og aðrar nauðsynjar, auk þess sem Andrafélagið afgreiddi aðkomutogara sem leituðu til Eskifjarðar sömu erinda. Það sætti raunar gagnrýni hve lítið af afla Andra kom til verkunar heima á Eskifirði. Tafla 1 sýnir þó að aldrei hafði verið flutt út eins mikið frá Eskifirði og einmitt 1928, vafalaust vegna saltfisksins sem Andri landaði í heimahöfn. Breytingin milli ára er þó ólíkt meiri í töflu 2 þar sem einnig er talinn afli sem Andri landaði erlendis. Sagt er frá útgerð Andra eins og hún hafi gengið bærilega fyrsta árið, vel 1929, og sloppið fyrir horn 1930 með því að selja Kveldúlfi á föstu verði það sem landað var í Reykjavík, áður en menn vissu í hvað stefndi um útflutningsverð á saltfiski. Ekki er þó ljóst af þeim heimildum sem hér eru notaðar hvort afkoma Andrafélagsins dugði til að standa í skilum með afborganir af skipsverðinu, 300 þúsund krónum sem átti að borga upp á sex árum. Ætlast var til að hlutafé dygði fyrir fyrstu greiðsluni, 50 þúsund krónum við móttöku togarans, og hafði verið safnað hlutafjárloforðum sem því námu. En greinilega hafa ekki allir staðið við loforðin. Til er hluthafalisti sem sýnir hlutafé aðeins 35 þús. kr. (Smári Geirsson, 1991). Mismuninn hefur bankinn þurft að lána, auk þess sem hann lánaði fyrir nauðsynlegum búnaði og fyrir aðstöðu í landi sem hann seldi félaginu – og að sjálfsögðu veitti hann því líka rekstrarlán. Síðan er óljóst hvort útibúið þurfti, sem raunverulegur bakhjarl Andra félagsins, að lána því meira eða minna af þeim 150 þúsund krónum sem borga skyldi af togaranum fyrstu þrjú rekstrarárin. Á fyrrnefndum hluthafalista er hlutur verkalýðsfélagsins langminnstur, 100 krónur, enda hef­ ur hann aðeins verið formsatriði til að veita því aðgang að félagsfundum. Langstærstur er hlutur hreppsins, 15 þús. kr. Af einstaklingum eru stærstu hluthafarnir skipstjóri togarans og stýrimaður, hlutafjárupphæðin, 2.500 krónur á hvorn, greinilega ekki nein 10% af launum, enda mun sú aðferð aldrei hafa átt að gilda um áhöfnina sem var ráðin í Reykjavík og fáir Eskfirðingar sem nokkurn tíma fengu þar skipsrúm. Meðal stærstu hluthafa eru þeir líka Páll Magnússon, lögfræðingur og odd­ viti Eskifjarðarhrepps, og Þorgils Ingvarsson útibússtjóri. Nokkrir, flestir með 1000 króna hlut, eru kaupmenn, útgerðarmenn eða iðnaðarmenn. Ekki skal fullyrt hvort það er til marks um alltraustan efnahag þeirra eða þvert á móti að þeir hafi ekki haft efni á að skerast úr leik ef bankinn bauð þeim lán til hlutafjárkaupa. Tafla 4. Útgerð togarans Andra frá Eskifirði Ár Nafn Gerður út frá Útgerð Vetrar-/vorvertíð Ísfiskvertíð 1928 Gulltoppur Reykjavík Hf. Sleipnir. 1.1–15.3. 1928 Andri Eskifirði Hf. Andri 15.3.–25.6. 15.9.–31.1 Samkvæmt skýrslum í Ægi: Selur ísfiskfarm 27. ágúst 1929 Andri Eskifirði Hf. Andri 1.4.–? ?–1.12 Samkvæmt skýrslum í Ægi: Selur ísfiskfarm 2. janúar. Byrjar saltfiskveiðar 2. mars 1930 Andri Eskifirði Hf. Andri 15.2.–6.6. 3.10.–31.12. 1931 Andri Eskifirði Hf. Andri 24.4.–2.6. 1.9.–31.12. Samkvæmt skýrslum í Ægi: Landar fjórum förmum í Rvk., þremur á Eskifirði í maí 1932 Andri Reykjavík Bjarni Pétursson o.fl. 4.4.–31.5. 25.10.–20.12 : Samkvæmt skýrslum í Ægi: 30.3.–17.5., tveir farmar Frá 5.10. 1933 Andri Hafnarfirði Hf. Berg Heimildir: sjá viðauka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.