Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 115

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 115
Helgi Skúli Kjartansson 115 .. Heimskreppan lagðist yfir Evrópu smám saman á árinu 1930. Íslendingar fundu mest fyrir henni í lækkandi útflutningsverðlagi. Þótt Andri fengi fullt verð fyrir afla sinn á vetrarvertíð hlaut bæði hann og öll útgerð Eskfirðinga að finna fyrir sölutregðu á saltfiski og ísfiski þegar leið á árið. Út­ gerðarskýrsla Andra 1931 (sjá töflu 4) byrjar ekki fyrr en á vorvertíð, því líkt sem félagið vilji helst gleyma misheppnaðri útgerð hans frá Reykjavík á vetrarvertíðinni. Hún byrjaði seint því að „eig­ endur togaranna bundust samtökum um að láta þá ekki fara á saltfiskveiðar fyrr en eftir 20. mars“ til að bæta ekki of miklu við óseldar saltfiskbirgðir frá fyrra ári (Kristján Bergsson, 1932). Flestir togarar lengdu þá ísfisktímabilið meira eða minna en ekki liggur fyrir hvenær því lauk hjá Andra. Samkvæmt fiskiskýrslum (sjá töflu 4) hafði hann þrívegis verið á ísfiskveiðum fram á gamlársdag en hóf þó ekki veiðar árið eftir fyrr en um mánaðamót mars/apríl. Af sömu skýrslum má sjá að jafnan voru sumir togararnir á ísfiskveiðum fram yfir áramót, sérstaklega 1931, sbr. líka ummæli Kristjáns Bergssonar (1932), og má telja víst að það hafi Andri verið líka. Þegar Andri fór svo loks að veiða í salt lenti hann í töfum vegna vélarbilunar og náði aðeins fjórum veiðiferðum á sama tíma og flestir togarar lönduðu tíu sinnum eða svo (Kristján Bergsson, 1932). Nú var þess enginn kostur að selja fiskinn í Reykjavík heldur varð Andrafélagið að koma honum í verkun á eigin kostnað og sæta síðan saltfiskverðinu sem enn hafði lækkað. Þegar kom að vetrarvertíð 1932 var fjárhag félagsins svo komið að það sá sér ekki fært að halda skipinu til veiða. Það var leigt hluta ársins en jafnframt ákveðið að slíta félaginu og selja skipið. Í skýrslu sem tveir Eskfirðingar, þáverandi og fyrrverandi oddviti hreppsnefndar, birtu um hag hreppsins í janúar 1933, segir að það hafi verið Landsbankinn sem „árið 1931 hætti að lána félaginu rekstursfé og seldi skipið til Reykjavíkur síðastliðið ár [1932] og heimtaði félagið uppleyst“ (Ólafur H. Sveinsson og Arn­ finnur Jónsson, 1933). Skýrsluhöfundar mega trútt um tala, höfðu sem oddvitar farið með stærsta eignarhlutinn í hf. Andra og annar þeirra átt sæti í skilanefnd félagsins. Krafan um að slíta félaginu kann að hafa tengst því að togarafélagið Sleipnir í Reykjavík, sem hafði selt Eskfirðingum Andra og annast að miklu leyti útgerð hans frá Reykjavík, var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 1932. Um lykil­ hlutverk Landsbankans vitnar líka Friðrik Steinsson (1932), skipstjóri og áður útgerðar maður á Eski­ firði. „Félag eins og Andri,“ segir hann, verður „að dansa eftir pípu þeirrar lánsstofnunar sem hefur líf þess í höndum sér. … Samanber: að Andri var leigður síðastliðið haust gegn vilja hluthafa ….“ Í ágúst 1932 hafði skilanefnd tekið við umsjá eigna og skulda Andrafélagsins og lýsti eftir kröfum í búið. Í framhaldinu auglýsti hún til sölu eignir þess, bæði togarann – bankinn var samkvæmt því ekki búinn að selja hann til Reykjavíkur – og fiskverkunarstöðina á Eskifirði. Stöðinni fylgir jarðeignin Mið-Lambeyri, íbúðarhús, 3 vörugeymsluhús, versl­ unar- og skrifstofuhús, ís- og frystihús með vélum, hesthús, heyhlaða og fjós, hafskipabryggja með vatnsleiðslu, tvíspori og vögnum, 9825 fermetra lóð með stórum fiskreitum og öðrum mann virkjum. (Togari og fiskverkunarstöð til sölu, 1932) Tilboðum átti að skila til nefndarinnar, en í auglýsingum í Reykjavíkurblöðum var því bætt við að Þorgils Ingvarsson, Landsbankanum í Reykjavík, myndi taka við þeim „fyrir hönd skila nefndarinnar“ (Togari og fiskverkunarstöð til sölu, 1932). Þorgils, nýkominn til ábyrgðarstarfa í aðalbankanum í Reykjavík, hafði sem sagt ekki með öllu sleppt hendinni af málefnum útibúsins. Af tilboðum í eign­ irnar fer ekki sögum. Á endanum seldist togarinn þó til Hafnarfjarðar, en sýslumaður auglýsti að í apríl 1933 yrði fasteignin seld á uppboði. Vafalaust hefur mikið vantað á að Andrafélagið ætti fyrir skuldum. Í stórum dráttum virðist Landsbankinn hafa tekið á sig skellinn, í raun setið uppi með eignir og skuldir félagsins og forðað því þannig frá formlegu gjaldþroti, en hlutaféð var að sjálfsögðu tapað (Smári Geirsson, 1991). Ekki liggur fyrir hvort bankinn hafði lánað út á eitthvað af hlutabréfunum eða hvernig þær skuldir inn­ heimtust en ætla má að a.m.k. sumir hluthafarnir hafi tapað fjármunum sem þá munaði um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.