Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 121

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 121
Helgi Skúli Kjartansson 121 .. Vissulega með háðsmerkjum, því að á Eskifirði hófst engin bylting í marxískum skilningi né komst þar á raunveruleg ráðstjórn, en engu að síður er tíu manna „ráðið“ á Eskifirði nánasta hliðstæða Ís­ landssögunnar við „sovétin“ sem myndað höfðu grasrót rússnesku byltingarinnar. Stjórnvöld tóku ekki mark á þessum ráðstöfunum heldur létu endurtaka hreppsnefndar kosninguna með lögformlegum hætti. Af þremur framboðum fékk „samfylkingarlistinn“ mest fylgi, en ekki meirihluta og vék Arnfinnur úr oddvitasessi. Sú hreppsnefnd sagði líka af sér eftir eitt ár, en nú þurfti ekki að kjósa því aðeins einn listi kom fram. Þar átti Árvakur meirihluta, enn sem fyrr með Arnfinn í fararbroddi (Einar Bragi 1983, bls. 136). Það voru þannig félagshyggjuöflin, ekki síst verkalýðshreyfingin, sem í samspili við útibú Lands­ bankans lögðu línur í atvinnumálum Eskfirðinga á því tímabili sem hér hefur verið lýst. Niðurstöður „Hver einn bær á sína sögu.“ Það má segja um sjávarþorp ekki síður en sveitabæi, og vissulega var ýmislegt að gerast í atvinnumálum Eskfirðinga á þeim tíma sem hér hefur verið til skoðunar. En er eitthvað af því sérstaklega merkilegt? Það verður höfundur eiginlega að leggja í dóm lesenda: hvað þeim kann að koma á óvart, hvað fyllir upp í mynd þeirra af Íslandi millistríðsáranna, hvað kallast á við byggðavanda útgerðarstaða á 21. öld. Af því sem ekki á sér hliðstæður annars staðar (ekki svo höfundur viti a.m.k.) má ekki síst benda á Hugin, samvinnufélag um saltfiskverkun, að uppistöðu félag kvenna um það dæmigerða kvenna­ starf að þurrka fisk á reitum. Félag sem virðist hafa náð verulegu flugi, einmitt þegar mest þurfti á að halda. Saga Andrafélagsins er líka nokkuð sérstök. Af örfáum tilraunum til að leysa atvinnuvanda sjávar þorps með togaraútgerð var hún einhver sú fyrsta. Það hafði ekki heldur verið algengt að sveitarfélag fjárfesti í atvinnurekstri sem stór minnihlutaeigandi. Og svo áformið um að verkafólkið verði smám saman hluthafar með því að fá laun sín að nokkru í hlutabréfum. Þótt það kæmist aldrei til framkvæmda er það ákveðið skref í hugmyndasögu atvinnulýðræðis á Íslandi sem vert er að rifja upp þótt á sínum tíma virðist það ekki hafa vakið mikla athygli. Ef samvinnuútgerðin á Eskifirði er merkileg, þá er það ekki af því að hún skeri sig svo mjög úr heldur var hún þáttur í hreyfingu sem um munaði fyrir þróun sjávarútvegs og samvinnustarfs á landinu öllu. Eskfirðingar voru ekki heldur einir um hinar skelfilega misheppnuðu tilraunir Aust­ firðinga til síldarsöltunar og ísfiskútflutnings 1931, en þær eru minnisverðir hlekkir í atburðarás heimskreppunnar á Íslandi. Það brot úr sögu Eskifjarðar sem hér hefur verið rakið má skoða frá ýmsum sjónarhólum. Einn er sá hvernig ábyrgð og ákvarðanir skiptast á milli miðstjórnar og heimabyggðar. Það á ekki aðeins við um hreppsnefndina gagnvart Alþingi og ríkisstjórn (með sýslumann og sýslunefnd sem millistig) heldur um Landsbankaútibúið gagnvart aðalbankanum, sömuleiðis verkalýðsfélögin og samvinnu- félögin gagnvart sínum heildarsamtökum, ASÍ og SÍS. Og þá eiginlega heildarsamtökunum ásamt tilheyrandi stjórnmálahreyfingum, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Sérstaklega er athyglisvert hvernig verkalýðsfélög og verkalýðsflokkar á Eskifirði móta sína sérstöku stefnu í málum byggðar- lagsins, stefnu sem um sumt er merkilega róttæk og hampar beinu lýðræði fremur en stofnanalýð­ ræði. Hér birtast athyglisverðir drættir í sögu vinstri hreyfingarinnar á Íslandi. Þá sýnir dæmi Eskifjarðar býsna skýrt hve mikla ábyrgð bankarnir gátu tekið á málefnum byggðar laga. Um þá sögu er hér litlu bætt við fyrri frásagnir og ekki reynt að meta hve sérstakur Eskifjörður var að þessu leyti. En gaman væri að vita meira um hlut bankakerfisins í atvinnu- og byggðasögu millistríðsáranna, ár fyrir ár, stað fyrir stað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.