Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 127

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 127
Hjördís Sigursteinsdóttir 127 .. streita tengist háum samfélagskostnaði (Hassard o.fl., 2018), lítilli vinnugetu (Lindegård o.fl., 2014), ýmsum heilsufarsvandamálum eins og kransæðasjúkdómum, heilablóðfalli og sykursýki af tegund 2 (Kivimäki og Kawachi, 2015) og þreytu og þunglyndi (Rose o.fl., 2017). Vinnutengd streita tengist einnig langtíma veikindaleyfum (Holmgren o.fl., 2013). Starfsfólk sem vinnur með annað fólk er sérstaklega útsett fyrir að fara í veikindaleyfi vegna vinnutengdrar streitu (Aronsson o.fl., 2019). Í nýlegri rannsókn Pereira og félaga (2022) meðal starfsfólks í opinbera geiranum í Portúgal kemur fram aukið streitustig og tilfinningaleg þreyta meðal starfsfólksins vegna COVID-19 faraldursins og endurspeglast í minni starfsánægju, auknum fjarvistum frá vinnu og minni framleiðni. Hafa ber þó í huga að streita sem hefur áhrif á líðan einstaklinga er ekki bara vinnutengd. Erfiðar heimilisað- stæður, umönnun fjölskyldumeðlima og fjárhagsáhyggjur eru allt streituvaldandi þættir í einkalífinu og hafa einnig áhrif á almenna vellíðan. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvernig skilja má hugtakið vellíðan í starfi (Buffet o.fl., 2013; Schulte og Vainio, 2010). Því hafa fræðimenn meðal annars lýst vellíðan í starfi út frá starfsánægju, ásetningi um að halda áfram að vinna, helgun í starfi, fjármagni og vinnutengdri streitu (sjá t.d. Hirschl og Godin, 2020; Kvist o.fl., 2012; Roustalainen o.fl., 2020). Þessir þættir eru gjarnan skoð- aðir út frá sjónarhorni einstakra starfsmanna og vinnu þeirra, vinnusamfélagsins og vinnuskipulags (Arian o.fl., Cotton og Hart, 2003; Hrischl og Condim, 2020; Sculte og Vainio, 2010). Starfsánægja er það hugtak sem líklega hefur verið mest rannsakað innan skipulagsheilda (Weiss og Brief, 2001; Wright, 2006). Algengt er að nota skilgreiningu Locke (1969) á starfsánægju en hún felur í sér við- horf til vinnu og er bæði huglægt og tilfinningalegt viðbragð starfsfólks gagnvart starfi sínu. Að mati Locke er starfsánægja lykilþáttur í líðan starfsfólks á vinnustað og getur hún haft áhrif á marga þætti á vinnustaðnum eins og fjarveru, frammistöðu og starfsmannaveltu og til þess að þrífast í starfi þá þarf að vera samræmi á milli þarfa starfsfólks og þess hvað það fær út úr starfinu. Starfsánægja hefur ekki verið eins mikið rannsökuð meðal starfsfólks í opinbera geiranum eins og í einkageiranum og líkleg skýring er að hvatning til vinnu og viðhorf er í meginatriðum eins í báðum þessum geirum (Cantarellii o.fl., 2015). Rannsóknir sýna að vinnuskilyrði hafa mest áhrif á starfsánægju og starfs- mannaveltu meðal opinbers starfsfólks, sem og félagsleg tengsl við vinnufélaga og yfirmenn, starfs- anda, möguleika á stöðuhækkun og tækifæri til starfsþróunar (Borzaga og Tortia, 2006; Ellickson og Logsdon, 2002; Kim, 2002; Wright og Davis, 2003). Nýlegar rannsóknir á starfsánægju á vinnustað hafa staðfest enn frekar áhrif félagslegs stuðnings á starfsánægju á vinnustað (Kucharska og Bed- ford, 2019; Mérida-López o.fl., 2019; Ng og Sorensen, 2008; Pinna o.fl., 2020). Auk þess sem bæði starfsánægja og félagslegur stuðningur frá yfirmönnum og vinnufélögum á vinnustað tengjast betri lífsgæðum (Yuh og Choi, 2017). Ýmsar skilgreiningar eru til á félagslegum stuðningi á vinnustað og áhrifum hans á starfsfólkið. Árið 1976 kom Cobb fram með skilgreiningu á félagslegum stuðningi sem upplýsingar sem einstakl- ingur meðtekur um að öðrum sé annt um hann og einstaklingurinn sé metinn sem hluti af ákveðnum hóp og hafi sömu skuldbindingar og hópurinn. Í sama streng taka Hobfoll og Stokes (1988) en þeir skilgreina félagslegan stuðning sem samband eða félagsleg samskipti sem veita einstaklingum að- stoð og umhyggju og mynda vingjarnleg tengsl milli einstaklinga eða hópa. Félagslegur stuðningur á vinnustað felur í sér hjálpleg samskipti frá yfirmanni og vinnufélögum á vinnustað og er veittur af umhyggju, trausti og virðingu (Fujishiro og Heaney, 2007; Karasek og Theorell, 1990). Undir félagslegan stuðning fellur einnig upplýsingagjöf inni á vinnustað og er þá átt við ráðgjöf og leið- sögn sem eru mjög mikilvægir þættir fyrir starfsfólk til að takast á við auknar kröfur og álag í starfi (Seiger og Wiese, 2009). Félagslegur stuðningur eykur væntingar starfsfólks til vinnu og hjálpar til við að mæta þörfum þess fyrir virðingu, tilfinningalegum stuðningi og sjálfstrausti, sem leiðir til jákvæðrar vinnuhegðunar. Því meiri félagslegan stuðning sem starfsfólk fær eða skynjar, því betur mun það geta unnið starf sitt og upplifað jákvæðari tilfinningar í vinnunni sem leiðir til aukinnar starfsánægju (Lan o.fl., 2018). Rannsókn Kucharska og Bedford (2019) sýnir að sterk tengsl milli fé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.