Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 128

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 128
Áhrif búsetu á vinnuumhverfi starfsfólks á opinbera vinnumarkaðinum 128 .. lagslegs stuðnings og starfsánægju tengist vilja starfsfólks til að veita samstarfsfólki sínu aðstoð og aðgang að sinni sérþekkingu og að starfsánægja skapi jákvætt viðhorf og hollustu gagnvart vinnu- staðnum. Félagslegur stuðningur á vinnustað stuðlar einnig að jákvæðari starfsreynslu og stuðlar þannig að meiri skuldbindingu við vinnustaðinn (Rousseau og Aubé, 2010). Auk þess sem félags- legur stuðningur tengist helgun í starfi þannig að starfsfólk sem upplifir oftar félagslegan stuðning á vinnustað er meira helgað starfi sínu (Kiema-Junes o.fl., 2020). Mikilvægt er að hafa í huga að félagslegur stuðningur á vinnustað lítur annars vegar að stuðningi frá vinnufélögum og hins vegar að stuðningi frá yfirmönnum. Stuðningur frá vinnufélögum vísar til þess að hve miklu leyti vinnufélagar veita félagslegan og tilfinningalegan stuðning og traust til ann- arra vinnufélaga sem og hjálp með verkefni (Karasek og Theorell, 1990). Stuðningur frá yfirmönnum vísar aftur á móti til tilfinningalegs stuðnings eins og samkenndar, endurgjafar og leiðbeininga og stuðnings við þætti eins og úrræði á vinnustað og framgang í starfi (Bhanthumnavian, 2003). Nýleg rannsókn Pinna og félaga (2020) sýnir að félagslegur stuðningur bæði frá yfirmönnum og vinnufé- lögum hefur bein áhrif á starfsánægju á vinnustað. Rannsókn McGuire (2007) sýnir fram á mikilvægi þess að hlusta á starfsfólkið, leyfa því að tala um persónulegt líf og reynslu og veita þannig stuðning við að losa um erfiðar tilfinningar sem stuðlar að bættri líðan starfsfólksins. Þannig er hægt að mynda gott samband milli starfsfólks sem bætir vinnuumhverfi þess og gefur því þá tilfinningu að það til- heyri og líði vel á vinnustaðnum (Ahmad og Veerapamdian, 2012; Hayes o.fl., 2010). Félagslegur stuðningur á vinnustað og jákvæður starfsandi sem tengist góðri líðan og starfs- hvatningu geta einnig verið verndandi þættir fyrir starfsfólk í miklum starfskröfum á tímabundnum álagstímum (Anderson o.fl., 2023; Seinsche o.fl., 2023). Rannsóknir sýna jafnframt að félagslegur stuðningur yfirmanna og vinnufélaga getur dregið úr vinnutengdri vanlíðan (Van der Heijen o.fl., 2017; Hirschl og Gondim, 2020) og dregið úr neikvæðum áhrifum vinnutengdra streituvalda á al- menna vellíðan í starfi (Hirschl og Gondim, 2020). Rannsóknir sýna að félagslegur stuðningur á vinnustað getur verið verndandi þáttur gegn nei- kvæðum þáttum í vinnuumhverfinu (Fang, o.fl., 2021; Hjördís Sigursteinsdóttir o.fl., 2020; Rossi- ter og Sochos, 2018). Samkvæmt Rasmussen, Hansen og Nielsen (2011) stuðlar mikill félagslegur stuðningur bæði frá yfirmönnum og vinnufélögum að vellíðan starfsfólks á vinnustað og að sama skapi hafi lítill félagslegur stuðningur frá yfirmönnum og vinnufélögum neikvæð áhrif og ýti undir vinnutengda streitu starfsfólksins. Rossiter og Sochos (2918) tengir félagslegan stuðning við einelti og kulnun þannig að félagslegur stuðningur vinnufélaga og yfirmanna dró úr neikvæðum áhrifum eineltis á vinnustað og kulnunar í starfi. Íslenskar rannsóknir á starfsfólki sveitarfélaga sýna að í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 kemur fram að starfsánægja minnkaði eftir því sem leið frá efnahagshruninu, einkum vegna sparnaðarað- gerða stjórnenda, starfsálag jókst, ánægja með stjórnun minnkaði og umhyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólksins minnkaði (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2016). Starfsfólk í menntunar- og umönnunargeiranum hjá sveitarfélögunum upplifði aukið vinnutengt ofbeldi og hótarnir í kjölfar kreppunnar (Sigursteinsdóttir o.fl., 2020a) sem og vinnutengt einelti og áreitni (Sigursteinsdóttir o.fl., 2020b). Rannsókn frá árinu 2015 á starfsfólki sveitarfélaga sýnir að þó starfsánægja hafi mælst nokkuð há og viðhorf starfsfólksins til vinnunnar sé gott þá tengdist það starfi sínu ekki nægilega vel, þörfum starfsfólksins var ekki nægilega vel sinnt og það taldi sig vanta viðurkenningu og hrós í starfi og meiri hvatningu frá bæði yfirmönnum og vinnufélögum (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2020). Nýleg íslensk rannsókn meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga sýnir að félagslegur stuðningur hefur jákvæða, miðlungs sterka fylgni við starfsánægju og veika neikvæða fylgni við einelti í starfi. Út frá þessum niðurstöðum er ályktað að félagslegur stuðningur tengist starfsánægju og er vernd- andi þáttur gegn einelti og áreitni í starfi og því mikilvægt að huga vel að félagslegum stuðningi á vinnustað, sérstaklega þegar sálfélagslegt vinnuumhverfið er viðkvæmt eins og á tímum COVID-19 (Hjördís Sigursteinsdóttir og Fjóla Björk Karlsdóttir, 2022).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.