Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 141

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 141
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt 141 .. 2020 Regional Residential Survey were utilised (10,253 participants with 1,261 immigrants). Findings suggested that the situation of immigrants in the labour market was worse than that of Icelanders. Immigrants in the capital area did not enjoy higher salaries, increased job security, and job selection like Icelanders did. Industries that promised prosperity for Ice- landers, such as fisheries, construction, and management, did not result in increased income, satisfaction with wages, or job security for immigrants. Job security and job selection were in no industry as low for immigrants as in tourism. It was noteworthy that immigrants in rural areas seemed to be more satisfied with their living conditions than immigrants in the capital area or urban areas in the countryside. The conclusion is that immigrants did not enjoy the so-called agglomeration economies (e.g., higher wages in urban areas and profitable industries, such as fisheries). KEYWORDS: Immigrants – Labour market – Job security Inngangur Ísland gengur þessi misserin í gegnum miklar breytingar á lýðfræðilegri samsetningu íbúa sinna vegna fjölgunar innflytjenda, með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og efnahagslíf. Tilefni þess- arar rannsóknar er að kanna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði í COVID-19 faraldrinum og gera samanburð við stöðu Íslendinga eftir búsetu, en ekki hefur verið ráðist í slíka vinnu áður hérlendis. Árið 1996 voru innflytjendur á Íslandi um 1,9% landsmanna ef stuðst er við mannfjöldatölur Hagstofu Íslands. Fjöldi þeirra hefur rúmlega tífaldast og voru innflytjendur um 18,5% íbúa í janúar 2023 (Hagstofa Íslands, 2023). Þann 13. janúar 1993 samþykkti Alþingi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið og tóku þau gildi 1. janúar 1994. Þá varð Ísland hluti af evrópska efnahagssvæðinu og þar með hluti af vinnumarkaði Evrópusambandsins og EFTA. Fram að þessu höfðu innflytjendur verið frekar fáir á Íslandi. Þeim fjölgaði þó ekki hratt framan af 10. áratugnum. Samdráttarskeið var á Íslandi og fá innlend fyrirtæki voru að leita að fólki. Það var ekki fyrr en á hagvaxtarskeiðunum í aðdraganda bankahrunsins og heimsfaraldurs COVID-19 sem mikil umframeftirspurn varð eftir vinnuafli hér á landi svo að starfsfólk var sótt út fyrir landsteinana. Á fyrra hagvaxtarskeiðinu voru það aðallega fyrirtæki í mannvirkjagerð sem leiddu þróunina en eftir bankahrun voru það frekar fyrirtæki í ferðaþjónustu. Sjávarútvegurinn hefur einnig verið lengi í þörf fyrir vinnuafl sem komið hefur erlendis frá en eftir að kvótakerfið kom til hafa sveiflurnar verið vægari en í hinum tveimur atvinnugreinunum. Þess utan hefur eftirspurn eftir vinnuafli í sjávarútvegi dregist hægt og bítandi saman vegna hagræðingar í greininni. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur hins vegar verið ævintýralegur og hefur gert mikið fyrir viðspyrnu þjóðarbúsins eftir bankahrunið. Hann hefur um leið kallað á mikið vinnuafl á skömmum tíma og þá hefur aðgengi að Evrópska efnahagssvæðinu stutt við bakið á greininni og um leið stuðlað að mikilli fjölgun innflytjenda hérlendis. Rannsóknir (Ævar Þórólfsson, 2019) sýna að viðhorf innfæddra Íslendinga til innflytjenda eru heilt yfir jákvæð en þó má segja að umtalsverður minnihluti telji innflytjendur hafa slæm áhrif á atvinnulíf og menningu og að draga ætti úr fjölda þeirra. Vísbendingar hafa komið fram í fjölmiðlum (RÚV, 2014; Sighvatur Arnmundsson, 2019) um að brotið hafi verið á starfsfólki af erlendum uppruna hérlendis og því full ástæða til að hlúa að þáttum sem bætt geta upplýsingaflæði til þeirra. Þetta á kannski sérstaklega við á krepputímum þegar at- hygli manna snýr að kreppunni en rannsóknir benda til að innflytjendur séu sértaklega viðkvæmir á tímum sem slíkum eins og fjallað verður betur um í næsta kafla. Hér verður því skoðað hvort inn- flytjendur búi við sömu aðstæður á vinnumarkaði og Íslendingar en áherslan verður á landfræðilega þætti (þó svo komið verði inn á ýmsa aðra tengda þætti). Tvær rannsóknarspurningar verða hafðar að leiðarljósi. Í fyrsta lagi er því velt upp hvort innflytjendur hafi notið efnahagslegrar velgengni ýmissa landshluta á kreppuárinu 2020 með sama hætti og Íslendingar, sem birst hefur t.d. í hraðri uppbygg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.