Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 143

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 143
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt 143 .. í Bandaríkjunum en sex milljónir á Spáni. Þar segir einnig að á meðal OECD-ríkja hafi Spánn og Bandaríkin verið þau tvö ríki þar sem innflytjendum fjölgaði mest á árunum 2004-2008. Fjallað er um að innflytjendur séu sérstaklega berskjaldaðir í kreppum eða á samdráttarskeiðum vegna þess að þeir séu hlutfallslega margir á markaði fyrir afgangsvinnuafl eða varavinnuafl (e. secondary labour market). Rannsakendur segja að á þeim markaði séu störfin gjarnan óstöðug, illa launuð og hlunn- indarýr og innflytjendum sé því hættara við að missa vinnuna og lenda í fátækt þegar harðnar á dalnum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virtist óöryggi innfæddra aukast á samdráttar- skeiðum, jafnvel þó þeir stæðu betur en innflytjendur og gat gremja innfæddra beinst gegn inn- flytjendum. Innflytjendur mættu meiri mismunun og félagslegri einangrun í báðum löndum eftir að bankakreppan skall á. Þar kemur einnig fram að mismunun gagnvart innflytjendum hafi verið minna áberandi á Spáni en í Bandaríkjunum og er það rakið til þess að ólöglegir innflytjendur af suður- amerískum uppruna eru hlutfallslega fleiri í Bandaríkjunum en á Spáni, sem kemur m.a. fram í mun lægri launum (sjá einnig Lessem og Nakjima, 2019). Atvinnuleysi faglærðra innflytjenda af suður-amerískum uppruna var meira en hjá faglærðum heimamönnum bæði í Bandaríkjunum og á Spáni en munurinn var meiri í síðarnefnda landinu (Cac- hon og Aysa-Lastra, 2015). Hins vegar hafa ófaglærðir innflytjendur að þessu leyti orðið harðar úti í kreppum og á samdráttarskeiðum en faglærðir innflytjendur. Það er í samræmi við niðurstöður ann- arrar rannsóknar (Orrenius og Madeline, 2009). Enn önnur rannsókn, sem gerð var á Spáni, sýndi að neysla innflytjenda dróst meira saman en hjá innfæddum í sömu kreppu (Ballester, Velazco, Rigall-I- Torrent, 2015). Að því sögðu virðast innflytjendur vera meiri frumkvöðlar en heimamenn en fyrirtæki þeirra eru fyrri til að leggja upp laupana á samdráttarskeiðum (Irastorza og Peña-Legazkue, 2018). Í rannsókn Petrelli og félaga (2017), sem byggð var á ítölskum gögnum, kom í ljós að enginn munur hafi verið á þróun andlegrar heilsu kvenna eftir uppruna, andstætt því sem spænsk rannsókn Gotsens og félaga komst að (2015). Á Ítalíu virðast innflytjendur þó hafa haft almennt betri heilsu en víða annars staðar og báru Petrelli og félagar sig saman við þrjár aðrar rannsóknir (Nielsen og Krasnik, 2010; Spallek o.fl., 2011; Subedi og Rosenberg, 2014). Þá komu fram vísbendingar um að innflytjendur á Norðurlöndunum hefðu verið í meiri smithættu gagnvart COVID-19 en innfæddir (Sigurjónsdóttir o.fl., 2021). Á Spáni máttu konur af erlendum uppruna þola aukið ofbeldi í kjölfar kreppunnar eftir bankahrunið og minni þjónustu hins opinbera (Briones-Vozmediano o.fl., 2014). Þegar kom að þjónustu heilbrigðiskerfisins þá versnaði hún í kjölfar kreppunnar en sérstaklega gagnvart innflytjendum (Porthé o.fl., 2017). Nýlega kom út skýrsla frá Nordregio um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á Norðurlöndum á tímum COVID-19 kreppunnar (Gassen og Penje, 2021). Þar komu fram áður þekkt stef eins og að í kreppunni hefði félagslegur og efnahagslegur munur eftir uppruna aukist meðal íbúa. Enn fremur að fólk af erlendum uppruna (þ.e. fætt erlendis) hefði misst atvinnu sína í ríkari mæli en innfæddir af sömu stétt og stöðu og sérstaklega þeir sem fæddir eru utan Evrópusambandsríkja og hafa minni menntun. Þess var getið að Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hefðu verið að glíma við áskor- anir er tengdust innflytjendum á vinnumarkaði, að þær áskoranir hefðu magnast eftir COVID-19 og talið var mikilvægt að bregðast sérstaklega við til að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi þeirra. Lokaritgerð var unnin við Háskólann á Bifröst rétt eftir bankahrun á Íslandi og fjallaði um hagi Filippseyinga við þær aðstæður (Torres, 2013). Þar kom í ljós að efnahagur þeirra versnaði verulega vegna atvinnuleysis og stöðu á fasteignamarkaði. Einnig kom fram að veiking krónunnar olli veru- legum búsifjum vegna þess að þeir áttu erfiðara með að styðja við fjölskyldur sínar í upprunalandinu með fjárframlögum eins og þeir höfðu gert um tíma. Rannsókn Mirru fræðslu- og rannsóknarseturs á stöðu innflytjenda í ferðaþjónustu leiddi í ljós verulegar brotalamir í stuðningskerfi við innflytjendur sem og margvísleg brot á réttindum þeirra (Hallfríður Þórarinsdóttir, 2019). Annars hefur staða inn- flytjenda á Íslandi lítið verið rannsökuð í tengslum við kreppur eða hagsveiflur. Því er fullt tilefni til að ráðast í rannsóknir á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Eftirfarandi upplýsingar fengust hjá Jóngeiri Hjörvari Hlinasyni, sem starfar á Fjármála- og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.