Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 144

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 144
Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum 144 .. rekstrarsviði Vinnumálastofnunar, í símtali þann 3. febrúar (2022): Yfirleitt geta innflytjendur flutt með sér réttinn til atvinnuleysisbóta á milli landa um leið og þeir verða atvinnulausir og þiggja þá bætur í því landi sem þeir flytja til en það er háð lögum þess lands. Þá verða þeir að hafa unnið sér inn rétt til atvinnuleysisbóta en það tekur innan við mánuð að öðlast hann hérlendis. Síðan geta inn- flytjendur eða útlendingar sem hafa þegið atvinnuleysisbætur í einn mánuð á Íslandi flutt utan og fengið íslenskar atvinnuleysisbætur í þrjá mánuði með sér. Stundum er hægt að sækja um þriggja mánaða framlengingu. Þessar reglur geta í einhverjum tilvikum latt útlendinga til að flytja frá Íslandi ef þeir verða at- vinnulausir. Það er þó alls ekki víst og fer það væntanlega eftir því hvernig þeir meta möguleika sína á að fá þar atvinnu. Í sumum löndum (t.d. A-Evrópu) hefur stundum komið vel út að hafa atvinnu- leysisbætur frá Íslandi í 3-6 mánuði vegna gengis gjaldmiðlanna. Af framansögðu má sjá að innflytjendur eru viðkvæmur hópur í félagslegu og efnahagslegu til- liti víða um heim og sérstaklega á samdráttarskeiðum. Afkoma þeirra versnar á samdráttarskeiðum eða í kreppum, þeir verða frekar atvinnulausir en heimamenn og eiga erfiðara með að komast aftur í vinnu. Þeim er því hættara við að sitja eftir hvað varðar eignamyndun. Staða karlkyns innflytjenda virðist geta verið verri en kvenkyns. Þá eru ófaglærðir í verri stöðu en faglærðir. Möguleikinn að komast í atvinnu eftir að hafa misst hana getur verið breytilegur meðal innflytjenda og geta búseta og félagslegar aðstæður haft áhrif, eins og t.d. hvort þeir bjuggu í borgum eða á minni stöðum (Calnan og Painter, 2017) og hvort þeir ættu maka úr röðum heimamanna eða ekki (Takenoshita, 2017). Opinber stuðningur eins og sérstök námskeið fyrir atvinnulausa hjálpar þeim að komast aftur í vinnu (Takenoshita, 2017). Félagsleg staða innflytjenda versnar á krepputímum en ólíkt innbyrðis. Stétt og uppruni innflytjenda geta haft áhrif á það hvort þeir upplifi sig velkomna eða ekki. Kynþáttafor- dómar aukast á kreppu- og samdráttarskeiðum ef óöryggi eykst almennt í viðkomandi samfélagi (Kuntz o.fl., 2017) en samt hefur verið sýnt fram á að fjölgun erlendra á vinnumarkaði fækki ekki atvinnutækifærum heimamanna, heldur þvert á móti (Fromentin o.fl., 2017). Þá jókst ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna í bankakreppunni. Þrátt fyrir þetta sýndi rannsókn frá Tékklandi að innflytjendur væru tregir til að flytja heim á krepputímum (Marketa, 2012). Það segir eitthvað um hvernig innflytjendur meta möguleika sína og stöðu í upprunalandinu í samanburði við möguleika þeirra til framtíðar þar sem þeir búa. Þá kunna lög og reglur um atvinnuleysisbætur, sem þeir eiga rétt á þar sem þeir búa, að hafa þarna áhrif en þó alls ekki víst. Gögn Gögnin eru úr íbúakönnunum landshlutanna fyrir árið 2020. Öllum landshlutsamtökum var boðið að vera með, öll þáðu það nema höfuðborgarsvæðið. Þar var svokallaðri snjóboltaaðferð beitt við framkvæmd skoðanakönnunarinnar vegna kostnaðar en allir aðrir landshlutar byggja á þátttöku eftir tilviljunarkenndu úrtaki. Úrtak var tekið úr Þjóðskrá. Hringt var í þá sem lentu í úrtakinu og þeim boðið að vera með. Þeir sem samþykktu þátttöku gáfu upp netfang sitt og þeim var síðan sendur hlekkur inn á könnunina. Tæplega 1.300 innflytjendur fóru inn í könnunina þó svo virk svör hafi ver- ið færri. Hluta þeirra var safnað með snjóboltaaðferðinni. Frekari upplýsingar um söfnun gagnanna og ýmsa aðra yfirlitstölfræði má finna í skýrslum sem gerðar voru um kannanirnar (Vífill Karlsson, 2018, 2021). Þátttakendur könnunarinnar sem annað hvort svöruðu því til að þeir væru ekki með íslenskan ríkisborgararétt eða völdu að svara könnuninni á ensku eða pólsku frekar en íslensku voru flokk- aðir sem innflytjendur. Þannig fékkst 1.261 innflytjandi inn í könnunina. Síðan gat þátttakan verið eitthvað minni allt eftir því hversu mörgum spurningum hver og einn svaraði en þátttakendum var frjálst að sleppa spurningum nema þeirri fyrstu þar sem þeir voru beðnir um að samþykkja eða hafna þátttöku. Segja má að virk svör hafi oftast komið frá um 900 þeirra. Í hluta af greiningunum eru svör og afstaða innflytjenda borin saman við afstöðu Íslendinga í sömu málum. Heildarfjöldi svara bæði Íslendinga og innflytjenda var 10.253 (Tafla 2).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.