Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 145
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt
145 ..
Almennt um gögnin
Háðu breyturnar voru sex talsins. Það eru tekjur, ánægja með búsetu, atvinnuúrval, atvinnuöryggi,
atvinnurekstur og laun (launatekjur). Tekjurnar byggja á eftirfarandi spurningu úr íbúakönnuninni:
„Hverjar eru heildartekjur þínar fyrir skatta á mánuði?. Átt er við allar launatekjur, lífeyri, námslán
og atvinnuleysisbætur en ekki fjármagnstekjur, leigutekjur eða barnabætur og aðrar bætur.“ Þátt-
takendum var síðan boðið að velja laun á 100.000 kr. bili sem byrjaði á minna en 300.000 kr. og
endaði á meira en 2.000.0000 kr. Í úrvinnslunni var miðgildi svarsins síðan valið en 250.000 kr.
fyrir minna en 300.000 kr. og 2.050.000 kr. fyrir meira en 2.000.000 kr. Ástæður fyrir því að hafa
launin á 100.000 kr. bili voru tvær. Til að einfalda úrvinnslu gagnanna og til að auka svörun við
spurningunni. Talið var að með því að bjóða þátttakendum að gefa upp laun sín á tilteknu bili (e.
interval) væru þeir fljótari að svara og að þeim þætti ekki eins viðkvæmt að veita þær upplýsingar.
Seinna markmiðið náðist ekki þar sem enn færri svöruðu þessari spurningu í seinni könnuninni.
Náttúrulegur lógaritmi (Ln) var reiknaður af gildum breytunnar til þess að leiðrétta skekkju sem
getur komið upp í svona mælingum.
Tafla 1. Lýsandi tölfræði háðra breyta 2020
Allir þátttakendur Innflytjendur
Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik
Ánægja með búsetu 8.034 4,30 0,72 621 4,11 0,74
Atvinnuúrval 7.927 3,10 1,08 606 3,02 1,07
Atvinnuöryggi 7.808 3,43 0,97 599 3,16 1,00
Atvinnurekstur 7.422 3,28 0,95 502 3,04 1,01
Launatekjur 7.682 3,06 0,94 603 3,11 0,93
Tekjur 5.425 14,01 0,47 498 13,75 0,42
Breytan ánægja með búsetu byggir á svörum við spurningunni: „Telur þú almennt séð, það vera gott
eða slæmt að búa þar sem þú býrð?.“ Hér gátu þátttakendur valið á milli: „Mjög slæmt“ sem fékk
gildið 1 í tölfræðilegri úrvinnslu, „frekar slæmt“ sem fékk gildið 2, „hvorki gott né slæmt“ 3, „frekar
gott“ 4 og „mjög gott“ 5.
Breyturnar atvinnuúrval, atvinnuöryggi, atvinnurekstur og laun voru unnar upp úr spurningunni:
„Hvert er álit þitt á stöðu eftirfarandi þátta/málaflokka í þínu sveitarfélagi? Vinsamlegast hakið þar
sem við á.“ Síðan gátu þátttakendur lýst stöðu 40 mismunandi þátta með því að merkja við einn af
eftirtöldum kostum: „mjög gott“ sem fékk gildið 5 í úrvinnslunni, „frekar gott“ sem fékk gildið 4,
„hvorki né“ 3, „frekar slæmt“ 2 og „mjög slæmt“ 1. Hver breyta byggði á einni spurningu.
Tafla 2: Lýsandi tölfræði bakgrunnsbreyta 2020
Allir þátttakendur Innflytjendur
Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi. Meðaltal Staðalfrávik
Aldur 8.996 49,44 15,09 937 39,22 10,91
Býr einn 9.466 0,12 0,33 952 0,18 0,38
Býr einn börn 9.466 0,05 0,21 952 0,05 0,21
Kyn 9.410 0,46 0,50 944 0,37 0,48
Starfsreynsla 6.507 12,43 11,83 557 5,37 5,74
Starfshlutfall 6.435 0,95 0,24 544 0,95 0,21
Tekjur 6.388 587.680 314.918 537 460.428 219.912
Tryggur 6.207 1,36 2,44 545 1,10 1,66
Innflytjendur 9.397 0,11 0,31 1,031 1,00 0,00
Athugið að á meðaltalinu má sjá að þeir sem búa einir voru 12% af þátttakendum, þeir sem búa einir með börnum sínum 5%, karlar eru
46% og konur þá 54% og innflytjendur 11%.