Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 145

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Page 145
Vífill Karlsson og Bjarki Þór Grönfeldt 145 .. Almennt um gögnin Háðu breyturnar voru sex talsins. Það eru tekjur, ánægja með búsetu, atvinnuúrval, atvinnuöryggi, atvinnurekstur og laun (launatekjur). Tekjurnar byggja á eftirfarandi spurningu úr íbúakönnuninni: „Hverjar eru heildartekjur þínar fyrir skatta á mánuði?. Átt er við allar launatekjur, lífeyri, námslán og atvinnuleysisbætur en ekki fjármagnstekjur, leigutekjur eða barnabætur og aðrar bætur.“ Þátt- takendum var síðan boðið að velja laun á 100.000 kr. bili sem byrjaði á minna en 300.000 kr. og endaði á meira en 2.000.0000 kr. Í úrvinnslunni var miðgildi svarsins síðan valið en 250.000 kr. fyrir minna en 300.000 kr. og 2.050.000 kr. fyrir meira en 2.000.000 kr. Ástæður fyrir því að hafa launin á 100.000 kr. bili voru tvær. Til að einfalda úrvinnslu gagnanna og til að auka svörun við spurningunni. Talið var að með því að bjóða þátttakendum að gefa upp laun sín á tilteknu bili (e. interval) væru þeir fljótari að svara og að þeim þætti ekki eins viðkvæmt að veita þær upplýsingar. Seinna markmiðið náðist ekki þar sem enn færri svöruðu þessari spurningu í seinni könnuninni. Náttúrulegur lógaritmi (Ln) var reiknaður af gildum breytunnar til þess að leiðrétta skekkju sem getur komið upp í svona mælingum. Tafla 1. Lýsandi tölfræði háðra breyta 2020 Allir þátttakendur Innflytjendur Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Ánægja með búsetu 8.034 4,30 0,72 621 4,11 0,74 Atvinnuúrval 7.927 3,10 1,08 606 3,02 1,07 Atvinnuöryggi 7.808 3,43 0,97 599 3,16 1,00 Atvinnurekstur 7.422 3,28 0,95 502 3,04 1,01 Launatekjur 7.682 3,06 0,94 603 3,11 0,93 Tekjur 5.425 14,01 0,47 498 13,75 0,42 Breytan ánægja með búsetu byggir á svörum við spurningunni: „Telur þú almennt séð, það vera gott eða slæmt að búa þar sem þú býrð?.“ Hér gátu þátttakendur valið á milli: „Mjög slæmt“ sem fékk gildið 1 í tölfræðilegri úrvinnslu, „frekar slæmt“ sem fékk gildið 2, „hvorki gott né slæmt“ 3, „frekar gott“ 4 og „mjög gott“ 5. Breyturnar atvinnuúrval, atvinnuöryggi, atvinnurekstur og laun voru unnar upp úr spurningunni: „Hvert er álit þitt á stöðu eftirfarandi þátta/málaflokka í þínu sveitarfélagi? Vinsamlegast hakið þar sem við á.“ Síðan gátu þátttakendur lýst stöðu 40 mismunandi þátta með því að merkja við einn af eftirtöldum kostum: „mjög gott“ sem fékk gildið 5 í úrvinnslunni, „frekar gott“ sem fékk gildið 4, „hvorki né“ 3, „frekar slæmt“ 2 og „mjög slæmt“ 1. Hver breyta byggði á einni spurningu. Tafla 2: Lýsandi tölfræði bakgrunnsbreyta 2020 Allir þátttakendur Innflytjendur Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi. Meðaltal Staðalfrávik Aldur 8.996 49,44 15,09 937 39,22 10,91 Býr einn 9.466 0,12 0,33 952 0,18 0,38 Býr einn börn 9.466 0,05 0,21 952 0,05 0,21 Kyn 9.410 0,46 0,50 944 0,37 0,48 Starfsreynsla 6.507 12,43 11,83 557 5,37 5,74 Starfshlutfall 6.435 0,95 0,24 544 0,95 0,21 Tekjur 6.388 587.680 314.918 537 460.428 219.912 Tryggur 6.207 1,36 2,44 545 1,10 1,66 Innflytjendur 9.397 0,11 0,31 1,031 1,00 0,00 Athugið að á meðaltalinu má sjá að þeir sem búa einir voru 12% af þátttakendum, þeir sem búa einir með börnum sínum 5%, karlar eru 46% og konur þá 54% og innflytjendur 11%.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.