Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 146

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 146
Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum 146 .. Bakgrunnsbreyturnar eru síðan unnar upp úr spurningum um aldur, kyn og fleira er einkennir fólk á vinnumarkaði (Tafla 2). Þær skulu nú útskýrðar og skilgreindar svo lesendur geti betur rýnt í niður- stöðurnar. · Aldur var talinn í árum og er því heiltölubreyta. Spurt var „Hvaða ár fæddist þú?“. Þátt- takendur voru 18 ára og eldri. · Bý ein (-n) var leppbreyta (e. dummy variable) sem tók gildið einn ef þátttakandi merkti við „býr ein (-n)“, annars núll. · Bý ein (-n) með börn var leppbreyta sem tók gildið einn ef þátttakandi merkti við „bý ein (-n) með barni/börnum“, annars núll. · Kyn var leppbreyta sem fékk gildið einn ef svarað var karl, núll ef svarað var kona, annars ekkert. · Starfshlutfall var heiltölubreyta sem gat tekið gildin 1% til 200% (síðasta gildið var reyndar orðað „meira en 200%“). Spurt var: „Hvert er starfshlutfall þitt? Þeir sem eru ekki í fullu starfi áætli starfshlutfall sitt (má vera gróflega áætlað) og gefi það upp í prósentum. T.d. ef aðili er í hálfu starfi velur hann 50% eða 150% ef hann er í einu og hálfu starfi (stöðu- gildi).“ · Starfsreynsla var eiginlega heiltölubreyta sem gat tekið gildin 0,5 til 75 og hljóp á hálfum. Spurt var: „Hvað hefur þú starfað lengi í núverandi starfi (ár)? Veldu þann árafjölda sem kemst næst hinu sanna. Má nálga/áætla.“ · Tekjur voru útskýrðar undir háðar breytur. Í sumum líkönum urðu tekjur óháð breyta og hún því nefnd hér. · Tryggur átti að endurspegla hversu lengi menn ílengdust í starfi og var reiknuð stærð þannig að starfsreynslu var deilt upp í starfsaldur. Starfsaldur var eiginlega heiltölubreyta sem gat tekið gildin 0,5 til 75 og hljóp á hálfum. Spurt var: „Hvað hefur þú starfað lengi hjá nú- verandi atvinnurekanda (ár)? Veldu þann árafjölda sem kemst næst hinu sanna. Má nálga/ áætla.“ · Breytan innflytjendur tók gildið 1 ef þátttakandi var innflytjandi og 0 ef Íslendingur. Útskýrt hefur verið hvernig innflytjendur voru skilgreindir frekar í þessum gögnum. Tafla 3. Lýsandi tölfræði yfir breytur fyrir atvinnugreinar 2020 Allir þátttakendur Innflytjendur Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Byggingarstarfsemi 6.562 0,05 0,21 559 0,09 0,28 Ferðaþjónusta 6.562 0,09 0,28 559 0,19 0,40 Landbúnaður 6.562 0,06 0,23 559 0,03 0,18 Sérfræði 6.562 0,06 0,24 559 0,08 0,27 Sjávarútvegur 6.562 0,08 0,27 559 0,09 0,29 Upplýsingatækni 6.562 0,02 0,12 559 0,02 0,15 Athugið að allar þessar breytur eru leppbreytur (taka gildið 0 eða 1) og meðaltalið stendur því fyrir hlutfallstölu. Samkvæmt því störfuðu til að mynda 19% þátttakenda úr röðum innflytjenda við ferðaþjónustu. Breyturnar fyrir atvinnugreinar (Tafla 3) byggja allar á svörum þátttakenda á eftirfarandi spurningu: „Innan hvaða atvinnugreinar er þitt aðalstarf? Vinsamlegast svarið því sem best lýsir þínum að- stæðum.“ Þarna gátu þátttakendur valið á milli atvinnugreina (sjá nánar Vífill Karlsson, 2022): Fáeinar atvinnugreinar sem gátu talist algengustu atvinnugreinar innflytjenda voru teknar út sem leppbreytur í þessari rannsókn (Tafla 3). Þetta voru allt leppbreytur sem fengu gildið 1 ef þátttakandi merkti við viðkomandi atvinnugrein, annars fékk hún gildið 0. Stytt heiti allra atvinnugreina ættu að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.