Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Blaðsíða 146
Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum
146 ..
Bakgrunnsbreyturnar eru síðan unnar upp úr spurningum um aldur, kyn og fleira er einkennir fólk á
vinnumarkaði (Tafla 2). Þær skulu nú útskýrðar og skilgreindar svo lesendur geti betur rýnt í niður-
stöðurnar.
· Aldur var talinn í árum og er því heiltölubreyta. Spurt var „Hvaða ár fæddist þú?“. Þátt-
takendur voru 18 ára og eldri.
· Bý ein (-n) var leppbreyta (e. dummy variable) sem tók gildið einn ef þátttakandi merkti við
„býr ein (-n)“, annars núll.
· Bý ein (-n) með börn var leppbreyta sem tók gildið einn ef þátttakandi merkti við „bý ein
(-n) með barni/börnum“, annars núll.
· Kyn var leppbreyta sem fékk gildið einn ef svarað var karl, núll ef svarað var kona, annars
ekkert.
· Starfshlutfall var heiltölubreyta sem gat tekið gildin 1% til 200% (síðasta gildið var reyndar
orðað „meira en 200%“). Spurt var: „Hvert er starfshlutfall þitt? Þeir sem eru ekki í fullu
starfi áætli starfshlutfall sitt (má vera gróflega áætlað) og gefi það upp í prósentum. T.d.
ef aðili er í hálfu starfi velur hann 50% eða 150% ef hann er í einu og hálfu starfi (stöðu-
gildi).“
· Starfsreynsla var eiginlega heiltölubreyta sem gat tekið gildin 0,5 til 75 og hljóp á hálfum.
Spurt var: „Hvað hefur þú starfað lengi í núverandi starfi (ár)? Veldu þann árafjölda sem
kemst næst hinu sanna. Má nálga/áætla.“
· Tekjur voru útskýrðar undir háðar breytur. Í sumum líkönum urðu tekjur óháð breyta og hún
því nefnd hér.
· Tryggur átti að endurspegla hversu lengi menn ílengdust í starfi og var reiknuð stærð þannig
að starfsreynslu var deilt upp í starfsaldur. Starfsaldur var eiginlega heiltölubreyta sem gat
tekið gildin 0,5 til 75 og hljóp á hálfum. Spurt var: „Hvað hefur þú starfað lengi hjá nú-
verandi atvinnurekanda (ár)? Veldu þann árafjölda sem kemst næst hinu sanna. Má nálga/
áætla.“
· Breytan innflytjendur tók gildið 1 ef þátttakandi var innflytjandi og 0 ef Íslendingur. Útskýrt
hefur verið hvernig innflytjendur voru skilgreindir frekar í þessum gögnum.
Tafla 3. Lýsandi tölfræði yfir breytur fyrir atvinnugreinar 2020
Allir þátttakendur Innflytjendur
Breytur Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik
Byggingarstarfsemi 6.562 0,05 0,21 559 0,09 0,28
Ferðaþjónusta 6.562 0,09 0,28 559 0,19 0,40
Landbúnaður 6.562 0,06 0,23 559 0,03 0,18
Sérfræði 6.562 0,06 0,24 559 0,08 0,27
Sjávarútvegur 6.562 0,08 0,27 559 0,09 0,29
Upplýsingatækni 6.562 0,02 0,12 559 0,02 0,15
Athugið að allar þessar breytur eru leppbreytur (taka gildið 0 eða 1) og meðaltalið stendur því fyrir hlutfallstölu. Samkvæmt því störfuðu
til að mynda 19% þátttakenda úr röðum innflytjenda við ferðaþjónustu.
Breyturnar fyrir atvinnugreinar (Tafla 3) byggja allar á svörum þátttakenda á eftirfarandi spurningu:
„Innan hvaða atvinnugreinar er þitt aðalstarf? Vinsamlegast svarið því sem best lýsir þínum að-
stæðum.“ Þarna gátu þátttakendur valið á milli atvinnugreina (sjá nánar Vífill Karlsson, 2022):
Fáeinar atvinnugreinar sem gátu talist algengustu atvinnugreinar innflytjenda voru teknar út sem
leppbreytur í þessari rannsókn (Tafla 3). Þetta voru allt leppbreytur sem fengu gildið 1 ef þátttakandi
merkti við viðkomandi atvinnugrein, annars fékk hún gildið 0. Stytt heiti allra atvinnugreina ættu að