Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 165

Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Side 165
Kolbeinn Stefánsson 165 .. opnaðist Ísland fyrir ríkisborgurum þeirra tíu ríkja sem fengu aðild að Evrópusambandinu árið 2004. Pólland var þeirra á meðal. Á þessum tíma voru einnig stórtækar virkjanaframkvæmdir á Austur- landi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Samkvæmt Hagstofu Íslands (e.d.c.) voru 2.167 íbúar Íslands árið 2005 fæddir í Póllandi en árið 2009 voru þeir orðnir 11.611. Árið 2006 voru Pólverjar orðnir stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi. Á milli 2009 og 2012 fækkaði svo íbúum landsins sem voru fæddir í Póllandi vegna afleiðinga hrunsins. Síðan þá hefur pólskum innflytjendum fjölgað á Íslandi þó það hafi hægt á fjölguninni frá 2020 vegna Covid-19 faraldursins. Í kjölfar opnunarinnar árið 2006 breyttist samsetning pólskra innflytjenda. Í fyrsta lagi fjölgaði svæðunum í Póllandi sem fólk flutti frá en á sama tíma tók höfuðborgarsvæðið fram úr landsbyggð- unum hvað varðar fjölda pólskra innflytjenda. Að sama skapi fjölgaði þeim atvinnugreinum sem pólskir innflytjendur störfuðu í, þó það séu vísbendingar um að pólskir innflytjendur sé að stóru leyti bundnir við lágtekjustörfum og séu í veikri stöðu á íslenskum vinnumarkaði (sjá til dæmis Napierala og Wojtynska, 2016 og Wojtynska og Skaptadóttir, 2021). Þrátt fyrir þessar breytingar einkennist flutningur Pólverja enn að nokkru leyti af keðjum þar sem pólskir innflytjendur á Íslandi freista þess að fá vini og ættingja til landsins (Tworek, 2011). Þetta hefur nokkur áhrif á húsnæðisleit, en í skýrslu Hallfríðar Þórarinsdóttur og Önnu Wojtynska (2015) kemur meðal annars fram að umtals- verður hluti pólskra innflytjenda er í leiguhúsnæði og fann húsnæði sitt með aðstoð vina eða ættingja eða spurðist fyrir (nýtti tengslanet sitt). Staðan á leigumarkaði þýðir að pólskir innflytjendur flytja oft og skýrslan bendir til þess að húsnæðiskostnaður þrengi mjög kosti þeirra á húsnæðismarkaði. Í sömu skýrslu má einnig sjá að hópurinn er í yngri kantinum og hátt hlutfall er með iðn-, tækni- eða starfsmenntun. Af ofangreindum kenningum og fyrirliggjandi rannsóknum á pólskum innflytjendum á Íslandi má leiða eftirfarandi tilgátur: Eftirfarandi tilgátur leiða af almennum aðlögunarkenningum: T1: Í ljósi þeirra starfa sem pólskir innflytjendur sinna á íslenskum vinnumarkaði má ætla að þeir komi með takmarkaðar bjargir og safnist fyrir vikið saman í tekjulægri hverfum. T2: Samsöfnunin er tímabundið ástand, með tímanum dregur úr aðskilinn búsetu pólskra innflytjenda. T3: Því lengur sem pólskir innflytjendur hafa búið á Íslandi og því hærri sem tekjur þeirra eru, því líklegri eru þeir til að búa í hverfum með lágt hlutfall pólskra inn- flytjenda. Eftirfarandi tilgátur leiða af kenningum um lagskipta aðlögun: T1: Í ljósi þess að pólskir innflytjendur hafa tilhneigingu til að sinna verr launuðum störfum á íslenskum vinnumarkaði safnast þeir saman í tekjulægri hverfum. T4: Að því leiti sem þeir eru fastir í lágtekjustörfum á íslenskum vinnumarkaði má ætla að búseta þeirra í lágtekjuhverfum sé langvarandi. Eftirfarandi tilgátur leiða af kenningum um sértæka aðlögun: T1: Í ljósi þeirra starfa sem pólskir innflytjendur sinna á íslenskum vinnumarkaði má ætla að þeir komi með takmarkaðar bjargir og safnist fyrir vikið saman í tekjulægri hverfum. T5: Pólskir innflytjendur sem hafa hærri tekjur og/eða hafa búið lengur á landinu kjósa frekar að búa í hverfum þar sem er hátt hlutfall pólskra innflytjenda til að varðveita menningararfs síns og viðhalda félagslegum tengslum. Fyrir vikið dregur ekki úr samsöfnun pólskra innflytjenda og aðskilin búsetumynstur þeirra og fólks með íslenskan bakgrunn er fyrir vikið viðvarandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.