Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Qupperneq 172
Aðskilin búseta: Búsetumynstur pólskra innflytjenda í Reykjavík
172 ..
er einnig hærra en á öðrum svæðum borgarinnar í skólahverfum Rimaskóla, Engjaskóla, Norð-
lingaskóla og Sæmundarskóla. Eldri úthverfin eru það svæði sem kemst næst nýrri úthverfunum en
pólskir innflytjendur í því hverfi hafa búið að meðaltali sjö ár á Íslandi og 7,5 ár Fellaskólahverfi.
Mynd 6. Ólíkindavísitala. Samanburður á búsetumynstrum pólskra innflytjenda eftir lengd
dvalar og borgarbúa með íslenskan bakgrunn
12
Nýrri úthverfin eru það svæði þar sem pólskir innflytjendur búa sem hafa búið lengst á landinu, að
meðaltali í 7,1 ár. Þar stendur Ingunnarskólahverfi upp úr með 11,8 ár að meðaltali en meðaltalið er
einnig hærra en á öðrum svæðum borgarinnar í skólahverfum Rimaskóla, Engjaskóla,
Norðlingaskóla og Sæmundarskóla. Eldri úthverfin eru það svæði sem kemst næst nýrri úthverfunum
en pólskir innflytjendur í því hverfi hafa búið að meðaltali sjö ár á Íslandi og 7,5 ár Fellaskólahverfi.
Mynd 6. Ólíkindavísitala. Samanburður á búsetumynstrum pólskra innflytjenda eftir lengd dvalar og
borgarbúa með íslenskan bakgrunn
Til að draga saman heildarmyndina birtir mynd 6 ólíkindavísitölur þar sem búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa verið mislengi á Íslandi eru borin saman sem og við búsetumynstur borgarbúa
með íslenskan bakgrunn. Fyrstu þrjár súlurnar bera búsetumynstur pólskra innflytjenda eftir lengd
dvalar saman við borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Næstu tvær súlur bera búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið á Íslandi í 5-9 ár og tíu ár eða lengur saman við búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið skemur en fimm ár á landinu. Að lokum ber sjötta súlan búsetumynstur
pólskra innflytjenda sem hafa búið í tíu ár eða lengur á landinu saman við búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið hér í 5-9 ár.
Í stuttu máli benda tölurnar ekki til þess að lengri búseta tengist aukinni samleitni við
búsetumynstur borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Þvert á móti er hæsta hlutfallið sem þyrfti að flytja
á milli skólahverfa til að fá sömu búsetudreifingu og borgarbúar með íslenskan bakgrunn á meðal
pólskra innflytjenda sem hafa búið á Íslandi í 10 ár eða lengur.
Niðurstöðurnar benda einnig til þess að búsetumynstur pólskra innflytjenda heilt yfir samanstandi
af aðskildum búsetumynstrum að minnsta kosti tveggja hópa þeirra, það er þeirra sem hafa búið á
Íslandi í lengri tíma og þeirra sem hafa búið þar í skemmri tíma. Raunar eru búsetumynstur þessara
tveggja hópa jafn ólík og búsetumynstur þeirra og borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Hópurinn sem
hefur búið á Íslandi í 5-9 ár stendur svo mitt á milli enda meðlimir þess hóps hugsanlega að færast á
milli þessara hópa.
Sambandið á milli fjölda pólskra innflytjenda í skólahverfi og miðgildi ráðstöfunartekna íbúa
hverfisins er mun veikara ef það er aðeins horft til þeirra innflytjenda sem hafa búið á landinu í 10 ár
eða lengur en ef það er horft til allra pólskra innflytjenda. Pearson fylgnin er -0,49 samanborið við -
0,84. Tilhneigingin til að safnast saman á tekjulægri svæðum er enn til staðar en hún er mun veikari
en hún er fyrir hópinn sem hefur búið skemur á Íslandi.
Niðurstöðurnar í þessum hluta styðja að hluta við tilgátu 3 að því leyti að pólskir innflytjendur sem
29,2%
25,3%
31,1%
20,0%
32,6%
16,1%
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
0-4 ár 5-9 ár >9 ár 5-9 ár >9 ár >9 ár
Íslenskur bakgrunnur Innflytjendur 0-4 ár- Innflytjendur
5-9 ár
Til að drag s man heildarmyndina birtir mynd 6 ólíkindavísitölur þar sem búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa verið mislengi á Íslandi eru borin saman sem og við búsetumynstur borgarbúa
með íslenskan bakgrunn. Fyrstu þrjár súlurnar bera búsetumynstur pólskra innflytjenda eftir lengd
dvalar saman við borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Næstu tvær súlur bera búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið á Íslandi í 5-9 ár og tíu ár eða lengur saman við búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið skemur en fimm ár á landinu. Að lokum ber sjötta súlan búsetumynstur
pólskra innflytjenda sem hafa búið í tíu ár eða lengur á landinu saman við búsetumynstur pólskra
innflytjenda sem hafa búið hér í 5-9 ár.
Í stuttu máli benda tölurnar ekki til þess að lengri búseta tengist aukinni samleitni við búsetu-
mynstur borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Þvert á móti er hæsta hlutfallið sem þyrfti að flytja á
milli skólahverfa til að fá sömu búsetudreifingu og borgarbúar með íslenskan bakgrunn á meðal
pólskra innflytjenda sem hafa búið á Íslandi í 10 ár eða lengur.
Niðurstöðurnar benda einnig til þess að búsetumynstur pólskra innflytjenda heilt yfir samanstandi
af aðskildum búsetumynstrum að minnsta kosti tveggja hópa þeirra, það er þeirra sem hafa búið á
Íslandi í lengri tíma og þeirra sem hafa búið þar í skemmri tíma. Raunar eru búsetumynstur þessara
tveggja hópa jafn ólík og búsetumynstur þeirra og borgarbúa með íslenskan bakgrunn. Hópurinn
sem hefur búið á Íslandi í 5-9 ár stendur svo mitt á milli enda meðlimir þess hóps hugsanlega að
færast á milli þessara hópa.
Sambandið á milli fjölda pólskra innflytjenda í skólahverfi og miðgildi ráðstöfunartekna íbúa
hverfisins er mun veikara ef það er aðeins horft til þeirra innflytjenda sem hafa búið á landinu í 10 ár
eða lengur en ef það er horft til allra pólskra innflytjenda. Pearson fylgnin er -0,49 samanborið við
-0,84. Tilhneigingin til að safnast saman á tekjulægri svæðum er enn til staðar en hún er mun veikari
en hún er fyrir hópinn sem hefur búið skemur á Íslandi.
Niðurstöðurnar í þessum hluta styðja að hluta við tilgátu 3 að því leyti að pólskir innflytjendur
sem hafa búið lengur á Íslandi eru ekki eins bundnir við tekjulág hverfi eins og þeir sem hafa dvalið
hér skemur. Lengstu búsetuna er að finna í nýrri úthverfunum og tilteknum skólahverfum innan
þeirra þar sem hlutfall pólskra innflytjenda er fremur lágt.