Íslenska þjóðfélagið - 01.08.2023, Síða 175
Kolbeinn Stefánsson
175 ..
Mynd 9. Ólíkindavísitölur pólskra innflytjenda á mismunandi tekjubilum. Samanburðar-
hópar eru borgarbúar með íslenskan bakgrunn á sama tekjubili. Út frá skólahverfum
Reykjavíkurborgar árið 2020
15
ynd 9. líkindavísitölur pólskra innflytjenda á mis unandi tekjubilum. Sa anburðarhópar eru
borgarbúar með íslenskan bakgrunn á sama tekjubili. Út frá skólahverfum Reykjavíkurborgar árið
2020
Hvað þýðir þetta fyrir inngildingu hópsins í íslenskt samfélag? Til að meta það sýnir mynd 9
ólíkindavísitölur á milli pólskra innflytjenda og borgarbúa með íslenskan bakgrunn sem eru á sama
tekjubili. Það fyrsta sem myndin sýnir er að búsetumynstur hópanna eru að nokkru leyti ólík á öllum
tekjubilum. Þannig þyrftu til dæmis 24,4% pólskra innflytjenda í neðsta tíundarhluta
tekjudreifingarinnar að flytja á milli skólahverfa til að hafa sama búsetumynstur og borgarbúar með
íslenskan bakgrunn í sama tekjubili.
Ólíkindavísitalan hefur hins vegar tilhneigingu til að vera hærri á meðal tekjuhærri hópa þó
mynstrið sé ekki alveg skýrt. Ólíkindavísitalan er hæst fyrir efstu fimmtung tekjudreifingarinnar, en
40,9% pólskra innflytjenda í þessum efsta hluta tekjudreifingarinnar þyrftu að flytja á milli
skólahverfa til að búsetumynstur þeirra yrði það sama og borgarbúa með íslenskan bakgrunn sem eru
á sama stað í tekjudreifingunni. Saman sýna myndir 7 og 9 að því hærri sem tekjur pólskra innflytjenda
eru, því ólíklegri eru þeir til að búa í sömu skólahverfum og tekjulægri pólskir innflytjendur en það
þýðir ekki endilega að þeir deili skólahverfum með fjárhagslegum jafningjum sínum með íslenskan
bakgrunn heldur býr umtalsverður hluti þeirra tekjuhæstu fremur í millitekju hverfum og eldri
úthverfunum.
Mynd 10 staðfestir það. Myndin sýnir miðgildi ráðstöfunartekna pólskra innflytjenda í
mismunandi skólahverfum og svæðum Reykjavíkurborgar. Mynstrið er mjög svipað og hvað varðar
meðal lengd búsetu á Íslandi enda haldast lengd búsetu og tekjur í hendur. Hæstu tekjurnar eru á meðal
þeirra pólsku innflytjenda sem búa í nýju úthverfunum en eldri úthverfin eru skammt undan. Lægstu
tekjurnar eru hins vegar á meðal þeirra sem búa í skólahverfunum við og nærri norðurströnd
borgarinnar. Saman sýna myndir 5 og 10 saman söfnun tveggja mismunandi hópa pólskra innflytjenda
á tveimur svæðum borgarinnar, það er þeirra tekjulægri sem hafa dvalið skemur á Íslandi við
Norðurströndina og tekjuhærri hóps sem hefur dvalið lengur á landinu í eldri úthverfunum. Seinni
hópurinn er þó byrjaður að skjóta rótum í nýrri úthverfunum og vert að fylgjast með því hvort sú
þróun heldur áfram á komandi árum með auknum fjölda pólskra innflytjenda sem hefur sest að á
Íslandi.
24,4%
22,2% 23,8%
21,9%
26,8%
32,5%
30,3%
28,4%
40,9%
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
45%
Neðsta
tíund
2. tíund 3. tíund 4. tíund 5. tíund 6. tíund 7. tíund 8. tíund Efsti
fimmtungur
vað þýðir þetta fyrir inngildingu hópsins í íslenskt samfélag? Til að meta það sýnir mynd 9 ólík-
indavísitölur á milli pólskra innflytjenda og borgarbúa eð íslenskan bakgrunn sem eru á sama
tekjubili. Það fyrsta sem myndin sýnir er að búsetumynstur hópanna eru að nokkru leyti ólík á öllum
tekjubilum. Þannig þyrftu til dæmis 24,4% pólskra innflytjenda í neðsta tíundarhluta tekjudreif-
ingarinnar að flytja á milli skólahverfa til að hafa sama búsetumynstur og borgarbúar með íslenskan
bakgrunn í sama tekjubili.
Ólíkindavísitalan hefur hins vegar tilhneigingu til að vera hærri á meðal tekjuhærri hópa þó
mynstrið sé ekki alveg skýrt. Ólíkindavísitalan er hæst fyrir efstu fimmtung tekjudreifingarinnar, en
40,9% pólskra innflytjenda í þessum efsta hluta tekjudreifingarinnar þyrftu að flytja á milli skóla-
hverfa til að búsetumynstur þeirra yrði það sama og borgarbúa með íslenskan bakgrunn sem eru á
sama stað í tekjudreifingunni. Saman sýna myndir 7 og 9 að því hærri sem tekjur pólskra innflytj-
enda eru, því ólíklegri eru þeir til að búa í sömu skólahverfum og tekjulægri pólskir innflytjendur
en það þýðir ekki endilega að þeir deili skólahverfum með fjárhagslegum jafningjum sínum með
íslenskan bakgrunn heldur býr umtalsverður hluti þeirra tekjuhæstu fremur í millitekju hverfum og
eldri úthverfunum.
Mynd 10 staðfestir það. Myndin sýnir miðgildi ráðstöfunartekna pólskra innflytjenda í mismun-
andi skólahverfum og svæðum Reykjavíkurborgar. Mynstrið er mjög svipað og hvað varðar meðal
lengd búsetu á Íslandi enda haldast lengd búsetu og tekjur í hendur. Hæstu tekjurnar eru á meðal
þeirra pólsku innflytjenda sem búa í nýju úthverfunum en eldri úthverfin eru skammt undan. Lægstu
tekjurnar eru hins vegar á meðal þeirra sem búa í skólahverfunum við og nærri norðurströnd borgar-
innar. Saman sýna myndir 5 og 10 saman söfnun tveggja mismunandi hópa pólskra innflytjenda á
tveimur svæðum borgarinnar, það er þeirra tekjulægri sem hafa dvalið skemur á Íslandi við Norður-
ströndina og tekjuhærri hóps sem hef r dvalið lengur á la dinu í eldri úthverfunu . Seinni hópurinn
e þó byrjaður að skjóta rótum í nýrri úthverfu og vert að fylgjast með því hvort sú þróun heldur
áfr m á komandi árum með auknum fjölda pólskra innflytjenda sem hefur sest að á Íslandi.