Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 10
verzlun er halin með aloenousti;
o o
vefnaðarvörur og skófatnað, og
nokkur vísir að eigin framleiðslu-
starfsemi hefst. Um sumarið 1934 er
ákveðið að hefja pöntunarstarfsemi
með vefnaðarvöru og skófatnað og
nota til þess pláss í suðurenda verzl-
unarhússins, er vissi út að Skóla-
stræti. Hófst þessi starfsemi í lok
októbermánaðar það ár. Allmiklir
erfiðleikar virðast þó hafa orðið á
þessari starfsemi, og hún ekki urn-
fangsmikil. Hömluðu þar að sjálf-
sögðu gjaldeyrisörðugleikar, og í
fyrstu mun afgreiðsla frá erlendum
viðskiptamönnum að einhverju
leyti hafa brugðizt. í nóvembermán-
uði 1935 fer Pöntunarfélag verka-
manna að taka þátt í þessari starf-
semi, og fær þá að selja verkamanna-
fatnað og sjóklæði í húsakynnum
félagsins. Er þetta einn fyrsti vísir-
inn að samstarfi milli félaganna
Var þessi starfsemi félaganna
skömmu síðar flutt í önnur húsa
kynni á Laugaveg 10, og var hafinn
undirbúningur að því, að félögirr
settu í sameiningu upp myndarlega
vefnaðarvörubúð. Þegar á átti að
Iierða taldi stjórn K. R. það þó of
viðurhlutamikið að ráðast í slíkt,
ekki sízt með tilliti til viðskipta- og
fjárhagsástandsins í landinu, að því
er formaður skýrir frá á aðalfundi
1936. Áleit stjórnin réttara að haldr
áfram að verzla með fábreyttar vör-
ur án mikils tilkostnaðar, og láta
stofnun vefnaðarvöruverzlunar bíða
betri tíma. Pöntunarfélagið stóð því
eitt að hinni nýju vefnaðarvöru- og
40
búsáhaldaverzlun, er aðsetur fékk í
Alþýðuhúsinu, en K. R. hélt áfram
hinni fyrri starfsemi sinni í húsnæðx
sínu við Skólastræti.
Á árinu 1936 fékkst félagið einnig
við sölu á kolum og hænsnafóðri.
Á þesu sama ári er einnig hafin
nokkur framleiðslustarfsemi. Er í
ársbyrjun komið á fót kaffimölun,
efnagerð til framleiðslu krydds,
súkkulaðis o. fl. og enn fremur
stofnuð saumastofa. Öll mun þessi
starfsemi þó hafa verið rekin í mjög
litlum mæli, og eru ekki fyrir hendi
neinar talnalegar upplýsingar um
hana, nema að nokkru um sauma-
stofuna.
3. Rekstur
í eftirfarandi töflum er gefið yfir-
lit yfir helztu liði 1 rekstrarreikn-
ingum K. R. árin 1933—36. Tölurn- >
ar fyrir 1933 ná þó yfir alla pönt-
unarstarfsemi félagsins eða fram til
aðalfundar 1933, og eru því ekki
hreinar árstölur eins og hinar. Töl-
urnar fyrir 1933 ná yfir allt árið,
þ. e. a. s. bæði tímann fyrir og eftir,
að sölubúðin var opnuð. Rekstrar-
reikningur fyrir þann hluta ársins
1937, sem K. R. starfaði sem sér-
stakt félag, er ekki til, en það ár
varð talsverður halli á rekstrinum,
og stóð það aðallega í sambandi við
þá breytingu, sem var í undirbún-
ingi, og að bezti verzlunartími árs-
ins, haustið, féll burtu. Brúttóhagn-
aður, kostnaður o° nettóhagnaður
hafa verið reiknaðir í hundraðshlut-
um af vörusölu:
Fclagsrit KRON