Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 55
enda og þóknun til félagsstjórnar.
Þá skal og fundurinn taka til með-
ferðar önnur mál, sem fram eru
borin, bæði lagabreytingar og ann-
að. Loks skal aðalfundur kjósa
stjórn félagsins og endurskoðendur.
Auk aðalfundar félagsins skai
halda reglulegan fulltrúafund í
októbermánuði.
I félagsstjórn eiga sæti níu menn,
og er hún kosin til þriggja ára í
senn, en þriðjungur skal ganga úr
árlega. Stjórnarmenn má endur-
kjósa. Auk aðalmanna skal kjósa
hæfilegan fjölda varamanna.
Félagsstjórn ræður framkvæmd-
arstjóra félagsins og kaus menn í
framkvæmdarstjórn, meðan þar sátu
kosnir fulltrúar. Hún liefur yfirum-
sjón með starfi framkvæmdarstjórn-
ar, sem má ekki án samþykkis félags-
stjórnar gera mikilsvarðandi ákvarð-
anir um fyrirkomulag félagsins, eða
neitt, sem hefur mikla fjárhagslega
þýðingu.
I jramkvœmdarstjórn voru upp-
Iiaflega tveir menn, kosnir af félags-
stjórn, og aðalframkvæmdarstjóri
(forstjóri) félagsins, sem var formað
ur framkvæmdarstjórnar. Hinir
kjörnu framkvæmdarstjórnarmenn
skyldu kosnir til tveggja ára, aðal-
framkvæmdarstjóri ráðinn sam-
kvæmt ráðningarsamningi sam-
þykktum af félagsstjórn.
Á aðalfundi 1943 var gerð sú
breyting á skipun framkvæmdar-
stjórnar félagsins, að hún skyldi
skipuð þrem mönnurn ráðnum af
félagsstjóm, skyldi einn þeirra vera
Félagsrit KRON
forstjóri og formaður framkvæmd-
arstjórnar. í greinargerð stjórnar-
innar um þetta mál segir m. a. svo:
„Félagið hefur eins og kunnugt
er vaxið mjög síðan það var stofnað.
Starfsemi þess er orðin mjög fjöl-
breytt og víðtæk, verkefni mörg og
að ýmsu erfið. Þegar í upphafi þótti
ljóst, að einn maður gæti ekki ann-
azt alla stjórn framkvæmdanna og
voru því settir aðalframkvæmdar-
stjóra við hlið tveir menn, er
gegndu þessu starfi sem aukastarfi.
Nú er það ljóst mál, að framkvæmd-
arstjórnarmenn allir þurfa að vera
daglegum rekstri og öllum málefn-
um félagsins þaulkunnugir. Þegar
starfsemin er orðin eins umfangs-
mikil og raun ber vitni, verður þessu
því aðeins fullnægt, að þeir leggi í
starfið alla vinnuorku sína og séu þá
jafnframt launaðir samkvæmt þviY'
í ársskýrslunni frá 1943 er þess
ennfremur getið, að þessi brevting
hafi m. a. verið gerð til þess, „að
eftirlit og áhrif félagsstjórnar og þar
með fulltrúa og félagsmanna, vrði
öruggara en áður.“
Stóð Jressi breyting í sambandi við
forstjóraskipti í félaginu, sem síðar
verður getið um.
Annmarkar þessa nýja skipulags
komu þó fljótlega í Ijós. Á aðalfundi
félagsins 30. apríl 1944 tók ísleifur
Högnason, aðalframkvæmdarstjóri,
þetta mál til meðferðar og ræddi um
valdssvið framkvæmdarstjóranna
Jndggja hvers um sig. Hann taldi
nauðsynlegt, að gerðar yrðu breyt-
ingar í þá átt, að aðalframkvæmdar-
85