Félagsrit KRON - 15.12.1947, Síða 52
3. Aðrir sjóðir, sem stofnaðir
kunna að verða.
Sjóðir þeir, sem stofnaðir hafa
verið eftir 1937, ern arðjöfnunar-
sjóður og fasteignasjóður, og verður
nánari grein gerð fyrir þeim síðar.
Stofnsjóður er séreignarsjóður.
Varasjóður er sameignarsjóður.
Sjóði þessa skal ávaxta á tryggileg-
an hátt, og er heimilt að nota þá
sem veltufé félagsins.
Réttindi og skyldur félagsmanna
Félagsmaður getur orðið hver sá,
karl eða kona, sem búsettur er á
félagssvæðinu, er fjárráða og rekur
ekki verzlun eða iðnað í samkeppni
við félagið. Við inngöngu í félagið
'skal hann greiða 20 kr., og fær hann
þá félagsskírteini innan 4 mánaða,
sem er sönnun félagsréttinda hans.
Árið 1945 var inntökugjaldið hækk-
að í 20 kr., en hafði áður verið 10 kr.
Stofnsjóðseign fellur til útborg-
unar við andlát, brottflutning af
félagssvæðinu, gjaldþrot og ef fél-
agsmaður verður fátækrastyrksþurfi.
Þegar stofnsjóðseign félagsmanns
verður meiri en svo, að nemi árlegri
úttekt hans, eins og hún hefur verið
að meðaltali næstliðin 5 ár, fellur
til útborgunar það, sem umfram er,
niður að kr. 500.00 (var fram til
1947 300 kr.), enda hafi hann ekki
skipt við félagið skemur en 15 ár.
Ráðstöfun tekjafgangs
Tekjuafgangi félagsins skal ráð-
stafa árlega sem hér segir og í þess-
ari röð, eftir því sem til hrekkur:
1. Til afskriftar af fasteignum,
áhöldum og öðrum eignum
félagsins.
2. í varasjóð skal leggja 1 % af
viðskiptaveltu félagsins á ár-
inu, auk vaxta af þeim hluta
hans, sem er í veltu félagsins.
3. Af stofnsjóðseignum skal
greiða vexti samkvæmt ákvörð-
un félagssstjórnar, og leggja
við innstæður hvers félags-
manns.
4. í stofnsjóð skal leggja að
minnsta kosti 3% af viðskipt-
um livers félagsmanns við fé-
lagið á árinu, honum til sér-
eignar.
5. Til fræðslu um samvinnumál
og útbreiðslustarfsemi neyt-
endasamtakanna eða annarrar
starfsemi til sameiginlegs gagns
fyrir neytendur, eftir því, sem
aðalfundur kann að samþykkja.
6. Því, sem þá er eftir, skal varið
til þess að greiða félagsmönn-
um arð af arðskyldum við-
skiptum hvers eins við félagið
á árinu. í stofnsjóð skal leggja
helminginn af arði hvers fé-
lagsmanns, þar til eign hans í
þeim sjóði nemur 500 kr.
(þessi upphæð var fram til
1947 300 kr.).
Skipulag og stjórn
Helztu breytingar, sem gerðar
lrafa verið á lögum félagsins frá
stofnun þess, snerta skipulag þess
og stjórn. Upphaflega var félaginu
skipt í deildir, líkt og áður hafði
82
Félagsrit KRON