Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 49
Pöntunarfélag Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur
Árið 1935 stofnaði Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur pöntun-
arfélag, sem starfaði að vöruinn-
kaupum fyrir félagsmenn á svipuð-
um grundvelli og Pöntunarfélag
verkamanna í Reykjavík gerði þá.
Stjórn pöntunarfélagsins skipuðu
þessir menn: Þorbergur Sigurjóns-
son, formaður, Ra°;nar Guðleifsson
og Guðni Guðleifsson. Fyrsti af-
greiðslumaður félagsins var Bjarni
Sveinsson í Hábæ.
Félagsréttindi höfðu allir með-
limir Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur um 300 að tölu.
Félag þetta varð síðarmeir eitt
þeirra félaga, er mynduðu KRON.#
Pöntunarfélag Sandgerðis
S tofn f undur Pön t unar f él ags
Sandgerðis var haldinn í barna-
skólahúsinu við Sandgerði 15. marz
1936. Til fundarins boðuðu Hjört-
ur B. Helgason og Valdimar Össur-
arson, og voru 11 menn mættir.
Fundurinn samþykkti einróma að
stofna pöntunarfélag, og hlaut það
nafnið Pöntunarfélag Sandgerðis. í
stjórn þess voru kosnir Þorlákur
Eyjólfsson, Hjörtur B. Helgason,
Stefán Friðbjörnsson, Jóhannes Ei-
ríksson og Björn Hallgrímsson.
Stjórnin skipti þannig með sér verk-
um, að Hjörtur var formaður, Björn
ritari og Jóhannes gjaldkeri.
* Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki
tekizt að afla frekari gagna eða upplýsinga
tim þetta félag.
Félagsrit KRON
Þegar á fyrsta fundi sínum ákvað
stjórnin að láta prenta lög félagsins
og dreifa þeim inn á hvert heimili
í hreppnum. Sömuleiðis ákvað hún
að ganga inn á hvert heimili og fá
menn til að skrifa sig fyrir vaxta-
bréfum og ganga í félagið.
Pöntunarfélagið í Sandgerði af-
greiddi vörur til félagsmanna
tvisvar í viku og sá Stefán Frið-
björnsson um afgreiðsluna.
Reikningar félagsins eru ekki fyr-
ir hendi, en í fundargerð frá stjórn-
arfundi 23. ágúst er þess getið, að
vörusalan á tímabilinu 10/5—14/8
1936 hafi numið 5512 kr. og tekju-
afgangur verið 383 kr. Á aðalfundi,
sem haldinn var 7. febrúar 1937,
voru lagðir fram reikningar félags-
ins, og sýndu þeir samkvæmt fund-
argerðinni „mjög góðan árangur af
starfseminni." Rekstrarhagnaði var
samkvæmt tillögu stjórnarinnar ráð-
stafað þannig, að 5% af smávöru-
verzluninni var látið ganga upp í
vaxtabréf þeirra félagsmanna, sem
ekki voru búnir að borga J>au, en
hinum, sem búnir voru að borga,
(þeir voru aðeins 18) var greitt það
út. Afgangurinn var lagður í sjóð,
sem félagið gæti gripið til, ef á þyrfti
að halda.
Húsnæðisleysi bagaði mjög starf-
semi félagsins frá upphafi.
Á sameiningu neytendafélaganna
er fyrst minnzt í fundargerð frá
stjórnarfundi 23. maí 1937. Engin
ákvörðun var tekin, en samþykkt að
leggja málið fyrir félagsfund daginn
eftir. Var það gert og urðu nokkrar
79