Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 31
stöfun hans ákveðna á aðalfundi ev
að ræða. Eftirfarandi tafla sýnir,
hvernig átti að ráðstafa tekjuafgangi
jressa árs samkvæmt ákvörðun aðal-
fundar. Tekjuafgangur er hér tal-
inn nokkuð meiri en í rekstraryfir-
Iitinu að framan, þar senr með eru
hér taldir liðir, sem ekki beint hafa
með vörusöluna að gera, og enn-
fremur arður, sem ekki hafði verið
sóttur og því fallið til félagsins:
1936
1. I varasjóð kr. %
7.150 15.0
2. í stofnsjóff 19.749 41.4
3. Úthlutað 15.799 33.0
4. Óráðstafað 3.077 6.4
5. Til starfsmanna .. 2.033 4.2
Alls 47.808 100.0
Samanborið við K. R. er hér all-
miklu minna hundraðshluta úthlut-
að til félagsmanna, en í stað þess
nieira lagt í séreignarsjóð þeirra,
stofnsjóðinn. Sömuleiðis er vara-
sjóðstillagið nokkru minna í P. V.
8. Forustumenn
Þeir raenn, er voru stofnendur,
brautryðjendur og forustumenn
Pöntunarfélags verkamanna, voru
allir úr hópi reykvískra verka-
manna, að framkvæmdastjóranum
og nokkrum öðrum starfsmönnum
undanteknum. Fvrsti pöntunar-
stjóri Skerjafjarðardeildarinnar,
sem talin er fyrsta pöntunardeildin,
var Sigurvin Össurarson, í fyrstu
stjórn félagsins áttu Jressir menn
sæti: Stefán Árnason, formaður, Ad-
°lf Petersen, ritari, Reynir Snjólfs-
Fclagsrit KRON
Sigurvin
Össurarson
son, Sveinbjörn Guðlaugsson, Jón
Einarsson, Þormóður Guðmunds-
son og Indriði Halldórsson. Á aðal-
fundi 1935 gekk Indriði Halldórs-
son úr stjórn og var Aðalsteinn Guð-
mundsson kosinn í hans stað.
Skömmu síðar sagði ritarinn, Adolf
Petersen, sig úr stjórninni, að því
er virðist aðallega vegna ágreinings
um lausn viðskiptabannsins. Tók
þá varamaður hans, Pétur Lárusson,
sæti í stjórnipni, en Jón Einarsson
varð ritari. Á aðalfundi 1936 var
Þorlákur G. Ottesen kosinn í stjórn
ina í stað Þormóðs Guðmundssonar.
Um sama leyti sagði formaðurinn,
Stefán Árnason, af sér vegna ágrein-
ings Jress, er var ríkjandi á milli fé
lagsins og deildar þeirrar, Gríms-
staðaholtsdeildarinnar, er hann var
fulltrúi lyrir, og sem leiddi til þess,
að deildin gekk úr félaginu. Var
Þorlákur Ottesen þá kosinn formað-
ur, en Ásgrímur Gíslason tók sæti
í stjórninni í stað Stefáns. Pétur
Lárusson hætti einnig störfum í
stjórninni um þetta leyti og tók
61