Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 4
stjóri, Theódór Líndal, hæstaréttar-
málaflutningsmaður, Hannes Jóns-
son, dýralæknir, Eysteinn Jónsson,
skattstjóri, og Helgi Bergs, forstjóri.
Eins og sjá má af þessum nöfnum
munu helztu forgöngumenn um
þessa félagsstofnun hafa verið menn,
er stóðu mjög framarlega í sam-
vinnuhreyfingu bændanna, eða
voru að lífsskoðun eindregnir sam-
vinnumenn. Má því getum að því
leiða, að aðdragandi þessarar félags-
stofnunar muni hafa verið með
nokkrum öðrum hætti en þeirra
kaupfélaga og pöntunarfélaga verka-
manna, er stofnuð eru bæði um líkt
leyti og síðar, að hér muni meira
hafa um ráðið skoðanaleg afstaða
og trú á þýðingu og gildi samvinnu-
hreyfingarinnar en bein efnahags-
leg sjálfsvörn. Þó virðist ekki ósenni-
legt, að það muni standa í nánu
sambandi við hina alvarlegu við-
skiptakreppu, er hafizt hafði árinu
áður og náði hámarki sínu næsta ár,
að þessi tilraun skyldi einmitt vera
gerð á þessum tíma. Einmitt á slík-
um tímum var þörfin brýnust fyrir
kaupfélagsstarfsemi í höfuðstaðn-
um. Raunar virðist rnega rekja upp-
haf Kaupfélags Reykjavíkur til fé-
lagsskapar meðal starfsmanna Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga,
Starfsmannafélags sambandsins, er
fengizt hafði við vöruútvegun fyrir
félagsmenn sína. Félagið hætti þess-
ari starfsemi sinni við stofnun
Kaupfélags Reykjavíkur, og flestir
félagar þess gengu í hið nýja félag,
og meiri hluti sjóða þess, 3000 kr.,
var afhentur kaupfélaginu. Þau ein-
kenni, er þannig settu svip sinn á
Kaupfélag Reykjavíkur við stofnun
þess, héldust æ síðan.
Um sama leyti og undirbúningur
var hafinn um stofnun Kaupfélags
Reykjavíkur var einnig í undirbún-
ingi stofnun annars kaupfélags í
bænum. Sú félagsstofnun var undir-
búin af hálfu Alþýðusambands Is-
lands, og stóðu þar að ýmsir leið-
togar verkalýðssamtakanna og jafn-
aðarmanna í bænum. Á undirbún-
ingsfundinum fyrir stofnun K. R.
voru uppi raddir um það, að rétt
væri að leita samvinnu við þessa
aðila og stofna eitt sameiginlegt
kaupfélag. Eitt fyrsta verk undir-
búningsnefndarinnar var einnig að
kjósa fulltrúa til viðtals við nefnd
frá Alþýðusambandi íslands, og
fóru samningaumleitanir fram allan
septembermánuð og fyrri hluta okt-
óbermánaðar.
I sambandi við þessar samninga-
umleitanir kemur í ljós atriði, sem
frá öndverðu hefur haft mikla j)ýð-
ingu og verið mikið deilumál í ís-
lenzkri samvinnuhreyfingu, ekki
sízt í höfuðstaðnum, en það er sam-
ábyrgðin. Flest kaupfélög landsins
höfðu snemma tekið upp í lög sín
ákvæði um ótakmarkaða ábyrgð fé-
lagsmanna á skuldbindingum félags-
ins, og á stofnfundi Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga árið 1902
var samþykkt. að leggja áherzlu á, að
öll kaupfélögin tækju slík ákvæði í
lög sín. Skyldu ábyrgðarákvæðin
vera orðuð þannig: „Með undir-
34
Félagsrit KRON