Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 98
þeir naumast mætt á fundum. Af
sömu ástæðum var minna um viðtöl
fulltrúanna við félagsmenn og féllu
þau niður með öllu 1941. Á árinu
1942 sagði félagsmálafulltrúinn,
Guðmundur Tryggvason, upp starfi
sínu og bætti það ekki úr skák. Eng-
inn kom í hans stað. Ætlunin var,
að framkvæmdarstjórn fengi mann
sér til aðstoðar við blaðaútgáfuna,
en ekkert varð úr því. Það má yfir-
leitt segja, að félagsmála- og fræðslu-
starfsemin hafi að mestu leyti legið
niðri öll stríðsárin.
Á aðalfundi SÍS árið 1939 fluttu
fulltrúar KRON ítarlegar tillögur
um fræðslustarfsemi samvinnufélag-
anna, er samþykktar voru einróma.
Helztu atriði þessara tillagna voru
þau, að heimila stjórn Sambandsins
að koma á námshringastarfsemi um
samvinnumál, að auka og efla út-
gáfu rita um sögu og grundvallar-
atriði samvinnuhreyfingarinnar og
önnur skyld efni, að aðstoða félögin
við að halda samvinnumót, koma á
fót sumarnámsskeiðum fyrir starfs-
fólk félaganna og loks að hlutast til
um skýrslugerðir um rekstrar-
kostnað, álagningu og önnur atriði
varðandi rekstur félaganna. Á þessa
starfsemi Sambandsins hefur komizt
nokkur skriður á s. 1. tveimur ár-
um.
Haustið 1940 hófst SÍS handa um
stofnun bréfaskóla, og var slík starf-
semi nýmæli hér á landi. í bréfa-
skólanum voru kenndar fjórar
námsgreinar, enska, bókfærsla,
fnndarstjórn og fundarreglur, og
skipulag og starfshættir samvinnu-
félaga. Stjórn KRON hvatti félags-
menn til þess að taka þátt í þessum
námsskeiðum, ekki sízt vegna þeirra
erfiðleika, sem vorn á félagsmála-
starfsemi með öðru sniði. En þátt-
taka félagsmanna var ekki mikil.
Það gat ekki hjá því farið, að
nokkurrar óánægju yrði vart meðal
félagsmanna vegna þess ástands,
sem ríkti í fræðslumálunum styrj-
aldarárin. Á aðalfundi 1943 gat
framkvæmdarstjórinn, Jens Figved,
þess, að gagnrýni hefði komið fram í
deildunum um of litla fræðslustarf-
semi og um það, að sambandið milli
félags og framkvæmdarstjórnar ann-
ars vegar og fulltrúa og deildar-
stjórna hins vegar, væri ekki nógu
lifandi. Hann kvað þetta rétt og að
brátt mundi úr því bætt, þar sem
ákveðið hefði verið, að einn af fram-
kvæmdarstjórnarmönnunum sæi um
þennan þátt starfseminnar. Á aðal-
fundinum komu fram kvartanir
yfir daufu félagsstarfi og kröfur
um aukna félags- og fræðslustarf-
semi. Fundurinn samþykkti í einu
hljóði tillögu, þar sem skorað var
á stjórnina að gera nú þegar ráð-
stafanir til þess, „að hið innra fé-
lagsstarf verði aukið að mildum
mun frá því, sem nú er, með blaða-
útgáfu eða annarri þeirri tilhögun,
sem félagsstjórninni þætti tiltæki-
legt“.
Þrátt fyrir þetta urðu engin um-
skipti í þessum málum fyrr en á ár-
inn 1947. Þá voru haldnir nokkrir
almennir útbreiðslufundir, eitikum
128
Félagsrit KRON