Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 66
fyrir og samþykkt tillaga frá Arnóri
Sigurjónssyni í þá átt, að stjórnin
tæki þetta mál strax til vandlegrar
athugunar.
Þegar saumastofan var flutt frá
Aiþýðuhúsinu að Grettisgötu 3 ár-
ið 1942, notaði stjórnin tækifærið
til þess að koma óskum félagsmanna
í þessu efni í framkvæmd og setti
á stofn myndarlega bókabúð í Al-
þýðuhúsinu. Bókaverzlunin hefur
frá upphafi verið félaginu til sóma
og gefið góðan arð, enda bókaút-
gáfa og bókasala verið gífurlega
mikil undanfarin ár.
Skipaverzlunin Herðubreið
Eftir að hið erlenda setulið
kom til landsins höfðu skip, sem
hingað komu á vegum setuliðsins
allmikil viðskipti við félagið. Það
rak fljótt að því, að þessari skipa-
verzlun varð illa við konrið í búðum
félagsins. Hún var með öðrum hætti
en venjuleg verzlun við einstakl-
inga, einkum vegna þess, að um var
að ræða sérstakar vörutegundir, sem
venjulega var keypt allmikið af. Þar
sem félagið átti kost á hentugu hús-
næði við Hafnarstræti 4 fyrir þessa
starfsemi, var ákveðið að setja þar
á stofn skipaverzlun árið 1941, og
var hún kölluð Herðubreið. Sú
hugmynd lá einnig á bak við, að
verzlunin annaðist, er tímar liðu
fram, viðskipti við íslenzk skip.
Þessi tilraun bar þó ekki þann
árangur, að rétt þætti að halda
henni áfram, og var verzlunin lögð
niður 1943. Það reyndist erfitt að
reka þessa verzlun samkvæmt stað-
greiðslureglu félagsins og fleiri ann-
markar voru á. Stjórnin taldi þó, að
verzlun á þessu sviði hlyti að verða
framtíðarhlutverk félagsins, þótt
sennilega þyrfti til þess einhverjar
breytingar á starfsháttum.
Haustmarkaður
Haustið 1940 var tekin upp sú
nýjung í starfsemi kaupfélagsins, að
komið var upp liaustmarkaði með
ýmsar innlendar vörur svo sem síld,
harðfisk, saltfisk, garðamat allskon-
ar og kjöt af ungum hrossum. Þessi
nýjung stefndi að því að lækka dreif-
ingarkostnaðinn eins rnikið og frek-
ast var unnt. Þessi haustmarkaður
hefur síðan verið haldinn á hverju
ári og gefizt vel.
Afgreiðslan er þannig, að kaup-
endurnir verða sjálfir að sækja vör-
urnar, og eru þær ekki seldar nema í
allstórum stíl miðað við venjulega
búðarafgreiðslu.
Sjálfsölubúðin
Árið 1942 beitti þáverandi fram-
kvænrdarstjóri félagsins, Jens Fig-
ved, sér fyrir því, að tilraun var gerð
með nýtt afgreiðslufyrirkomulag að
amerískri fyrirmynd í einni af búð-
um félagsins. Fyrirkomulagið var
þannig, að allar matvörur og ný-
lenduvörur í búðinni voru vegnar
sundur fyrirfram og raðað aðgengi-
lega í búðina. Viðskiptamennirnir
afgreiddu sig síðan að mestu sjálfir
og greiddu við útgöngu. Var búizt
við því, samkvæmt hinni amerísku
96
Félagsrit KRON