Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 83
úr vörukaupum og birgðir félagsins
minnkaðar.“
Árið 1943 verður, m. a. sem afleið-
ing af þessari stefnu stjórnarinnar,
mjög veruleg lækkun birgða, bæði
að upphæð til og hlutfallslega mið-
að við allar eignir og veltu. Vöru-
birgðir komast niður í 55% af eign-
um og 18% af veltu, en höfðu verið
66% og 29% árið áður. Árin 1944
og 1945 verður þó aftur veruleg
birgðaaukning bæði að upphæð og
Vörubirgðir í hundraðs-
hlutum af veltu ...
4. Verðbréf. Þessi liður er svo
lítilfjörlegur, að hann skiptir engu
máli, enda þótt hann hafi verið
talinn sérstaklega.
5. Fyrirfram greiddur kostnaður.
Þessi liður nemur allverulegum
upphæðum árin 1943—46, eða frá
4—6% af eignunum. Hér er svo
til eingöngu um að ræða húsaleigu,
sem greidd er fyrirfram til langs
tíma, eða allt að 10 árum. Þessi
eignaliður verður því að teljast með
fé, sem bundið er til langs tíma.
6. Áhöld, innréttingar o. s. frv.
Undir þessum lið eru talin öll á-
höld, vélar, bílar og allt innbú, sem
nauðsynlegt er vegna rekstursins,
ennfremur allar innréttingar og
stofnkostnaður fyrirtækja þau ár,
sem hann hefur verið talinn. Þessi
liður er hlutfallslega mjög líkur frá
ári til árs, þ. e. hefur vaxið mjög
jafnhliða allri eignaaukningu fé-
lagsins. Er hann yfirleitt á milli
hlutfallslega, og mun aukningin
1945 að einhverju leyti standa í sam-
bandi við viðskilnað kaupfélaganna
í Hafnarfirði og á Suðurnesjum.
Árið 1946 minnka birgðirnar hins
vegar aftur nokkuð, og ná hlutfalls-
tölu miðað við eignir og veltu. sem
er nálægt því venjulega, eða 56%
og21%.
Eftirfarandi tafla sýnir vöru-
birgðir í árslok í hundraðshluta af
sölu ársins.
8—12%, en liefur heldur farið lækk-
andi síðustu þrjú árin.
7. Eign i stofnsjóði SÍS. Þessi eign
er alveg hliðstæð stofnsjóðsinneign-
um einstakra félagsmanna Irjá kaup-
félögunum, þ. e. a. s. yfirleitt bund-
in, en fellur þó til útborgunar undir
vissum kringumstæðum, og er
mynduð á sama hátt og þessir sjóðir.
Þessi liður fer sífellt vaxandi, bæði
að upphæð og hlutfallslega, og nem-
ur rúmum 8% af eignunum árið
1946.
8. Fasteignir. Þessi liður var mjög
lítill við stofnun félagsins, en eykst
mjög verulega á árunum 1938—39,
og kemst síðara árið upp í 33% af
eignunum. Stafar þetta af hinum
miklu byggingum og fasteignakaup-
um þessi ár, og má þar telja kaup
vörugeymsluhúss á Hverfisgötu 52
og verzlunarhúss V. Long í Hafnar-
firði, byggingu verzluarhúss í Sand-
gerði árið 1938, og húsbyggingu í
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
% % % % % % % % % %
44.8 15.4 19.2 27.0 22.5 29.0 17.9 21.9 30.2 21.2
Félagsrit KRON
113