Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 18
Gamla búOin i
Skerjafirði
„En þessir kjörnu fulltrúar (þ. e.
þeir, sem annast áttu um innkaup-
in) komust brátt að raun um það,
er þeir fóru að rannsaka möguleik-
ana á hinum sameiginlegu innkaup-
um, að ókleift myndi reynast að
reka þessa starfsemi, nema nreð því
að kaupa verzlunarbréf og hafa
opna sölubúð. Heildsalar og verk-
smiðjueigendur sáu sér þegar voða
búinn, þar sem pöntunarfélögin
voru og neituðu þeim um vörur, og
innflutnings- og gjaldeyrisnefnd
neitaði þeim um innflutnings- og
gjaldeyrislevfi, nema ]rví aðeins, að
þau keyptu verzlunarbréf og hefðu
opna sölubúð. Heldur en að gefast
upp, ákváðu fulltrúarnir að ráðast
í þetta, en leggja samt sem áður
aðaláherzluna á pöntunarstarfsem-
ina. Svo var Pöntunarfélag verka-
rnanna stofnað 11. nóv. 1934 með
22 formlegum stofnendum."
Það mun einnig hafa stuðlað að
stofnun Pöntunarfélagsins, að kaup-
félag það, er stofnað var um líkt
leyti og Kaupfélag Reykjavíkur, og
áður hefur verið minnzt á, Kaupfé-
lag alþýðu, hætti störfum um þetta
leyti. Mun þetta kaupfélag aðallega
hafa átt viðskiptavini sína meðal
verkamanna og ýmsir þeirra, er að
því liöfðu staðið, gengu nú í Pönt-
unarfélagið.
Fundargerðabók fyrir fulltrúa- og
félagsfundi í Pöntunarfélaginu fyr-
irfinnst engin fyrir tímabilið frá því
félagið var stofnað til 1. marz 1936.
Stjórnarfundagerðir eru til fyrir all-
an starfstíma félagsins, en þær eru
ekki ítarlegar. Um stofnfund félags-
ins eru því ekki til neinar heimildir,
48
Félagsrit KRON