Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 45
Pöntunarfélagið. Daginn eftir, þann
8. febrúar, er frá því skýrt í gerðabók
stjórnar Kaupfélags Reykjavíkur, að
óskað hafi verið eftir Jrví af Irálfu
P- V., að K. R. kysi nienn af sinni
hálfu til viðræðna um möguleikana
á sameiningu félaganna, og eru til
J^ess valdir Theódór Líndal, Guð-
brandur Magnússon, og fram-
kvæmdarstjórinn, Helgi Lárusson,
en síðar tók formaður félagsins,
Pálmi Hannesson, sæti hans í nefnd-
inni.
Tveimur til þremur mánuðum
seinna eru Jressar samningaumleit-
anir komnar á mjög góðan rekspöl.
I lok marz eru haldnir aðalfundir
deilda í Pöntunarfélaginu og kosnir
fulltrúar á aðalfund félagsins. Er á
öllum þessum fundum samþykkt
samhljóða tillaga flutt að tilmælum
félagsstjórnarinnar, þar sem fulltrú-
tun deildanna á aðalfundi er falið
„að vinna að sameiningu allra neyt-
endafélaga í Reykjavík, Hafnarfirði
og annars staðar í nágrenni, sem
starfa á sama grundvelli og Pöntun-
arfélag verkamanna, enda verði ekki
vikið frá eftirfarandi grundvallar-
atriðum: 1. Staðgreiðsla. 2. Full-
kornið pólitískt hlutleysi. 3. Með-
limir bera enga persónulega ábyrgð
á skuldbindingum félagsins. 4. Við-
leitni við að selja vörur við sem
allra vægustu verði, að svo miklu
leyti, sem það getur samrýmzt ör-
yggi félagsins."
A aðalfundinum hinn II. apríl
er stjórninni síðan falið að vinna að
sameiningunni á þessum sama
Félagsrit KRON
grundvelli, og ákveðið að fresta að-
alfundi og halda framhaldsaðal-
fund, þegar samningsgrundvöllur-
inn sé tilbúinn.
A stjórnarfundi Kaupfélags
Reykjavíkur hinn 29. apríl skilar
samninganefndin áliti, og ber fram
tllögu um það, að félögin sameinist,
verði ákveðnum, allítarlegum skil-
yrðum fullnægt. Var tillaga þessi.
samjrykkt í einu hljóði og síðan
lögð fyrir aðalfund félagsins, er
haldinn var sama dag. Skilyrði þau,
er sett voru fyrir sameiningunni,
voru í aðalatriðum |)au, sem hér
skulu talin. Féíögin sameinist undir
nafninu Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis, og verði lög hins nýja fé-
lags í aðalatriðum samhljóða laga-
uppkasti því, er samninganefndirn-
ar höfðu komið sér saman um. Fé-
lagið gangi í SIS, og starfsmenn
K. R. haldi stöðum sínum með ó-
breyttum ráðningakjörum. Stofn-
sjóðir félagsmanna afhendist hinu
nýja félagi, en þeir haldi rétti sín-
um samkvæmt stofnsamningi K. R.,
þar til Jreir hafa nndirskrifað lög
hins nýja félags. Varasjóður K. R. og
réttindi Jæss í Bankastræti 2 afhend-
ist liinu nýja félagi gegn ákveðnum
skilmálum. Þessir skilmálar voru
Jreir helztir, að hin afhentu verð-
mæti væru endurkræf: 1. Ef hið
nýja félag gætir ekki hlutleysis í
stjórnmálum, verður háð eða styður
ákveðinn stjórnmálaflokk eða
flokka. 2. Ef horfið er frá því að
selja vörur gegn staðgreiðslu. 3. Ef
krafizt er minna stofnsjóðsframlags
75