Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 15
Stjórn Kaupfélags
Reykjavikur 1937.
Fremri rööfrá vinstri:
Fálmi Hannesson,
Theódór B. Lindal,
SigurÖur Jónasson.
Aftari röö:
Guðbr. Magnússon,
Arni Benediktsson
6. Forustumenn
Áður hefur verið getið þeirra
manna, er lrelzt höfðu forgöngu um
stofnun K. R., og sátu í nefnd til
undirbúnings stofnunar þess. í
stjórn félagsins, sem skipuð var
fimm mönnum, áttu tveir menn
sæti allan tímann, sent félagið starf-
aði. Voru það þeir Pálmi Hannes-
son, rektor, og Tlieódór Líndal,
hæstaréttarmálaflutningsmaður. —
Eftirtaldir menn áttu sæti í stjórn-
inni lengri eða skemmri tíma: Ey-
steinn Jónsson, skattstjóri, 1931—
1935, Helgi Lárusson 1931—1933,
Hannes Jónsson, dýralæknir, 1931—
1937, Árni Benediktsson 1933—
1937, Vilmundur Jónsson, land-
læknir, 1935—1936, Guðbrandur
Ma gnússon, forstjóri, 1936—1937, og
Sigurður Jónasson, forstjóri, 1937.
Formaður félagsins var Eysteinn
Jónsson frá stofnun, þar til hann
sagði af sér 1935, er hann hafði tek-
Felagsrit KRON
ið við ráðherradómi. Var Pálmi
Hannesson formaður eftir það, þar
til 1937, en þá var Theódór Líndal
kosinn formaður. Helgi Lárusson
var framkvæmdastjóri félagsins all-
an þann tíma, sem það hafði fram-
kvæmdastjóra, eða frá 1933.
7. Yfirlit
Kaupfélagi Reykjavíkur tókst al-
drei að ná hárri meðlimatölu. Að
vísu óx meðlimatalan úr 50 við
stofnun félagsins í 227 árið 1937,
eða 4—5 faldaðist, en í eins
stórum bæ og Reykjavík, og ekki
sízt samanborið við hinn öra vöxt
Pöntunarfélag veiTamanna, verð-
ur þetta þó að teljast lítið. Hvað
eftir annað er því á félagsfund-
um lýst, hvílíkt höfuðatriði það sé
fyrir vöxt og viðgang félagsins, að
meðlimum þess fjölgi, og gerðar
eru sérstakar ráðstafanir í því skyni,
t. d. þær lagabreytingar, sem gerðu
45
L