Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 89
yggi fyrirtækis, að eigið fé sé meira
en slíkar eignir. Þessi þróun, sem
talin var mjög ískyggileg a£ stjórn
félagsins, ekki sízt með tilliti til þess,
Iive vafasamt gildi sumar eignirnar
höfðu fyrir félagið, leiddi til al-
gerðrar stefnubreytingar á næstu
árum. Félagið losar sig við ýmsar
eignir, minnkar vörubirgðir og
hættir rekstri þeirra framleiðslu-
fyrirtækja, sem illa höfðu gengið.
Ennfremur er kostað kapps urn að
auka eigið fé og breyta lánum yfir
í löng lán. Verður þetta til þess, að
árin 1943—44 eykst eigið fé aftur
upp í 42.4%, og lán til langs tíma
og eigið fé samtals úr 33.9% 1942 í
50.9% árið 1944. Lán til skamrns
tíma minnka að sama skapi. Um
leið varð mikil minnkun á vöru-
birgðum sérstaklega. Efnahagur fé-
lagsins hafði því mjög verið bættur
og tryggður á þessum árum, en það
kostaði jafnframt jrað, að í bili
hafði orðið að hætta við frekari út-
þenslu og jafnvel orðið að draga
seglin verulega saman. Árið 1945
verður síðan nýtt erfiðleikaár fyrir
félagið, eigið fé minnkar ofan í
33.3%, aðeins meira en fé bundið
til langs tíma nemur, 31.9%. Astæð-
urnar fyrir þessari jrróun er við-
skilnaður félaganna í Hafnarfirði
og á Suðurnesjum, su útborgun
sjóða, kostnaður og lélegri afkoma,
sem hann hafði í för með sér og enn-
fremur hinn þungi veltuskattur,
sem leggst á félagið Jretta ár. Árið
1946 réttir félagið síðan ágætlega
við aftur, og hefur efnahagur þess
aldrei verið traustari en þá. Eigið
fé kemst upp í 49.6%, eða mun
meira en fé bundið til langs tíma
nemur, en það er 34.7%. Þessi
árangur næst, þrátt fyrir það að
um meiri útþenslu er að ræða
þetta ár en nokkurt annað ár eftir
1942.
Á meðfylgjandi línuriti er sýnt,
hve miklu eigið fé og löng lán sam-
Félagsrit KRON
119