Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 65
Bókabúðin i Alþýðuhúsinu
ar tvær aðrar búðir á þessu ári, mat-
vörubúð á Langholtsvegi 24 og list-
munabúð á horni Garðastrætis og
Vesturgötu. Þá var samið um leigu-
húsnæði fyrir nýja búð að Vegamót-
unr á Seltjarnarnesi, og var sú búð
opnuð í marz 1946. Á árinu 1946
keypti félagið húseignina nr. 4 við
Barmahlíð, og var þar opnuð búð
fyrir Hlíðarhverfið 1947. Þá var og
Beypt hæð að Nesvegi 31, þar sem
1947 var opnuð búð fyrir ,,Skjólin“.
Bá var loks tekin á leigu búð að Þórs-
götu 1, sem tók til starfa 1946. Það
var einkum gert til þess að létta á
Skólavörðustíg 12, en verzlunin þar
var talin húsnæðinu ofvaxin. Þar
eð þörf er talin á sérstakri búð í
suðausturbænum taldi stjórnin
æskilegt, að búðin hefði verið sett
fjær Skólavörðustíg 12, en um slík-
an stað var ekki að ræða. Um þessa
búð er þess ennfremur að geta, að
þar er æfingastöð fyrir nýtt starfs-
fólk félagsins og annarra félaga í
SÍS, og eiga bæði KRON og SÍS hlut
að henni.
Bókaverzlun KRON
Strax á fyrstu árum KRON komu
fram raddir í félaginu um það, að
félagið þyrfti að stofna bókaverzlun.
A aðalfundi 1940 var málið tekið
Félagsrit KRON
95