Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 6
ræddust við, tilheyrðu aðallega
tveimur stjórnmálaflokkum, annars
vegar Framsóknarflokknum, hins
vegar Alþýðuflokknum. Báðum var
illa við, að hinn aðilinn næði hrein-
um meirihluta í stjórn hins væntan-
lega félags. Þessi ágreiningur varð
ekki til lykta leiddur, þótt ólíklegt
verði að teljast, að hann einn muni
hafa komið í veg fyrir félagsstofn-
unina. Til úrslita um það kom
aldrei, þar sem fundur verkamanna
er samkomulagsuppkastið var lagt
fyrir af þeim fulltrúum þeirra. er að
því höfðu staðið, felldi uppkastið
með öllum greiddum atkvæðum.
Þar með var frekari sameiningar-
tilraunum hætt og hafinn undir-
búningur að stofnun tveggja félaga.
Félag það, er stofnað var fyrir
forgöngu Alþýðusambandsins og
verkalýðssamtakanna, nefndist
Kaupfélag alþýðu. Var það starfandi
um nokkurra ára skeið, en lagðist
síðan niður.
Þann 18. október 1931 er haldinn
framhaldsundirbúningsfundur fvrir
stofnun Kaupfélags Reykjavíkur.
Enn á ný er það samábyrgðin, sem
deilt er um. Þeir, sem fastast fylgja
henni fram, eru þeir menn, sem
mest og lengst höfðu starfað í sam-
vinnuhreyfingu bændanna. Vísa
þeir fyrst og fremst til reynslu kaup-
félaganna í þessu efni og ákvæða
samvinnulaganna. Andstæðingar
þeirra telja samábyrgðina liins vegar
óþarfa í Reykjavík vegna stað-
greiðslufyrirkomulagsins og til þess
eins að vekja ótta og hindra þátt-
töku í félaginu. Vísa þeir til er-
lendra fyrirmynda máli sínu til
stuðnings. Svo fóru leikar, að til-
laga um, að hið fyrirhugaða félag
skyldi heyra undir samvinnulögin
og þar með hafa ótakmarkaða sam-
ábyrgð, var samþykkt með 28 at-
kvæðum <re<m 22. Á stofnfundinum
o o
liinn 23. október var þó endanlega
samþykkt, að samábyrgðin skyldi
vera takmörkuð við 300 kr., þar sem
samvinnulögin hins vegar kröfðusr
ótakmarkaðrar samábyrgðar. Var til-
laga um þetta efni samþykkt með
41 atkvæði, en 28 fundarmenn vildu
hafa samábyrgðina ótakmarkaða.
Kaupfélag Reykjavíkur heyrði því
aldrei undir samvinnulögin og gat
ekki fengið inngöngu í SIS vegna
þessa ákvæðis laga sinna.
Samábyrgðinni hafa hér verið
gerð sérstaklega ítarleg skil vegna
þess, að hún er það skipulagsatriði,
sem langmestur styr hefur um stað-
ið, og takmörkun hennar og stað-
greiðslan hafa verið þau fyrirkomu-
lagsatriði neytendahreyfingarinnar
í Reykjavík, sem frábrugðnust hafa
verið skipulagi hinnar eldri sam-
vinnuhreyfingar í landinu. Að
öðru leyti voru lög Kaupfélags
Reykjavíkur eins og þau voru sam-
þykkt á stofnfundinum 23. október
1931 mjög sniðin eftir fyrirmynd
samvinnulaganna. Sjóðir skyldu
vera varasjóður og stofnsjóður. I
varasjóð, sem var sameignarsjóður,
skvldi leggja inngangsevri, er nam
10 kr., 1% af viðskiptaveltu hvers
árs, arð af viðskiptum við utanfé-
30
Félagsrit KRON