Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 19
nema sú frásögn Pöntunarfélags-
blaðsins, sem að framan greinir.
Hins vegar eru til lög þau, sem fé-
laginu voru sett á stofnfundi þess
hinn 11. nóv. 1934. Nefnast þau
„Samþykktir fyrir Pöntunarfélag
verkamanna, Reykjavík". Þessi lög
Ijera þess glögg merki, að félagið átti
upprunalega fyrst og fremst að vera
innkaupasamband liinna mörgu
smáfélaga eða deilda. í lögunum
segir, að félagið sé stofnað af pönt-
unardeildum verkamanna, og nú-
verandi félagsmenn þeirra greiði
2.50 kr. í inntökugjald í félagið, en
nýir meðlimir 5 kr. Deildir þessar
eiga að haldast, og geta nýir með-
limir valið um að ganga í einhverja
deildina, eða sem einstaklingar
beint í félagið. Enn fremur gátu
minnst 12 meðlimir stofnað nýja
deild. Starfsemi félagsins átti að
haga þannig, að félagsstjórn og
framkvæmdastjóri sæu um öll inn-
kaup í heildsölu fyrir deildirnar, og
fyrir þessa starfsemi fékk félagið að
leggja á þessar vörur sem svaraði
3% af innnkaupsverðinu. í hverri
deild voru kjörnir svonefndir pönt-
unardeildarstjórar, er áttu að taka
á móti pöntunum, hver í sinni
deild, koma þeim áleiðis til fram-
kvæmdastjóra, taka síðan við vör-
unum og sjá um dreifingu þeirra.
Áttu deildarstjórarnir að fá þókn-
un l'yrir úthlutun varanna, hús-
næði og annað ómak, eftir því sem
deildirnar ákvæðu. Yfirleitt mun
þetta starf hafa verið lítið eða ekk-
ert launað. Um álagningu deild-
anna er ekkert getið í lögunum, en
í sambandi við viðskiptabannið
kemur það í ljós, að álagning á
pöntunarviðskipti sé 5%, og má af
því ráða, að deildirnar hafi lagt á
2%, fyrir utan álagningu félagsins.
Samkvæmt þessu var því ekki gert
ráð fyrir álagningu á pöntunarvör-
ur nema rétt fyrir kostnaði, og var
því ekki um neina arðsúthlutun að
ræða. í lögunum var ráð fyrir því
gert, að félagið ræki eina sölubúð,
en með samþykki fulltrúafundar
mátti fjölga þeim. Á vörur þær,
er seldar voru í búðunum skyldi
ekki leggja meira en lægstu kaup-
kaupmannaálagningu, en veita síð-
an félagsmönnum 10% afslátt gegn
því, að þeir sýndu skírteini. Enginn
arður var heldur greiddur af búð-
arviðskiptum, og fór allur tekjuaf-
gangur til sjóða. Sjóðir skyldu vera
tveir, varasjóður og félagssjóður. I
sjóði þessa, hvorn um sig, rann
helmingur af inntökugjaldi, er var
5 kr., og helmingur arðs, og þar að
auki í varasjóð U/4% af viðskipta-
veltu, annarri en pöntunarveltu. Fé-
lagssjóð skyldi nota í rekstri, en
varasjóð ávaxta í tryggri peninga-
stofnun. Eins og sjá má af þessu var
félaginu með þessu móti tryggt
mjög lítið eigið starfsfé. Ur þessu
var að nokkru reynt að bæta með
því að gera hverjum félagsmanni
að skyldu að kaupa eitt 10 króna
vaxtabréf. Skyldu bréfin bera 4%%
vexti og innleysast eftir tvö ár, nema
fulltrúafundur tæki aðrar ákvarð-
Félagsrit KRON
49