Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 109
Árið 1936 er birtur í ársskýrslu
Pöntunarfélagsins samanburður á
dreifingarkostnaði Pöntunarfélags-
ins og dreifingarkostnaði almennt
lijá matvöruverzlunum í bænum.
Er þessi samanburður byggður á at-
liugunum Skipulagsnefndar at-
vinnumála. Sökum þess, hve hæpnar
niðurstöður nefndarinnar voru, eins
og áður hefur verið vikið að, er ekki
hægt að byggja neitt á þessum sam-
anburði.
Langsamlega ítarlegasta athugun,
sem gerð hefur verið á þessum mál-
um, var framkvæmd af Arnóri Sig-
urjónssyni árið 1938, og var hún
miðuð við árin 1936—37, og er birt
í ársskýrslu félagsins fyrir árið 1937.
Þessi athugun Arnórs var fram-
kværnd á þann hátt, að kostnaðar-
verð nokkurra þýðingarmikilla mat-
vara var reiknuð út samkvæmt ei'-
lendri verðskráningu og gildandi
flutningstöxtum, tollum o. s .frv.
Þetta verð var síðan borið saman
við almennt verðlag á þessum sömu
vörum í Reykjavík samkvæmt smá-
söluverðskráningu Hagstofunnar og
við pöntunarverð P. V. og KRON.
Voru útreikningar gerðir fyrir allt
árið 1936, árið 1937 og desember-
mánuð 1937. Á þennan hátt var
hægt að komast nærri um, hve
miklu álagning samanlagt í heild-
sölu og smásölu næmi á þessum vör-
nm. Niðurstöður þessara athugana
voru þær, að um mikinn mun á
pöntunarverðlagi P.V. og KRON
°g almennu smásöluverði í bæn-
um hefði verið að ræða, sérstak-
lega árið 1936. Var verðlag P.V. að
meðaltali 22% lægra en verðskrán-
ingar Hagstofunnar árið 1936. í
desember 1937 hafði þessi munur
minnkað mjög og var þá aðeins 5%.
Álagning var einnig samkvæmt þess-
um niðurstöðum miklum mun lægri
hjá P.V. árið 1936 en almennt gerð-
ist, og er þá miðað við bæði heild-
sölu- og smásöluálagningu. Árið
1936 er almenn álagning á þessum
vörurn samkvæmt niðurstöðunum
um 72%, en hjá P.V. aðeins 33%. í
desember 1937 hefur hins vegar orð-
ið stórfelld lækkun á álagningunni,
og er hún þá almennt 34%, en hjá
KRON 28%. Samkvæmt niðurstöð-
um Arnórs er þessi álagningarlækk-
un á árinu 1937 svo gífurleg, að
miðað við óbreytt kostnaðarverð
svarar hún til 21 % almennrar verð-
lækkunar frá árinu 1936 og 26% sé
miðað við verðlag KRON saman-
borið við almennt verðlag 1936.
Þessir útreikningar voru aðeins
gerðir um nokkrar þýðingarmiklar
matvörur, en gera má fastlega ráð
fyrir, að verðlags- og álagningar-
munur hjá KRON og öðrum verzl-
unum hafi sízt verið minni, hvað
snerti aðrar vörur, en hins vegar
hafi á því sviði ekki orðið um svip-
aða álagningarlækkun að ræða á
þessum tíma, þar sem áhrifa P.V. og
KRON gætti þar að hverfandi litlu
leyti. I öllum þessum útreikning-
um var hvergi tekið tillit til arðsút-
borgunar, og ætti því munurinn
raunverulega að vera enn meiri
neytendafélögunum í hag.
Félagsrit KRON
139