Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 106
Theódór B. Lindal Þorlákur G. Ottesen
Hins vegar bregður svo kynlega
við á árunum 1943—45, að blaða-
árása á hendur félagsins gætir einna
mest í höfuðmálgagni samvinnu-
hreyfingarinnar á Islandi, Samvinn-
unni. Ritstjóri þess tímarits var þá
Jónas Jónsson. í októberhefti Sam
vinnunnar 1945 kemst ritstjórinn
m. a. svo að orði: „Höfuðstaðurinn
er aftur orðinn kaupfélagslaus, og
býr fólkið þar við hinar mörgu
kaupmannabúðir og flokksverzlun
Brynjólfs Bjarnasonar." Á aðalfund-
um og fulltrúafundum KRON eru
á þessu tímabili livað eftir annað
gerðar samþykktir til að mótmæla
þessum skrifum, og fulltrúum fé-
lagsins á aðalfundum Sambandsins
falið að beita sér fyrir því, að tekin
væri upp önnur stefna í tímaritinu,
þar sem þessi skrif væru til þess eins
fallin að vekja sundrung innan sam-
vinnuhreyfingarinnar og veikja
hana. Ekki fengust þó slíkar tillögur
samþykktar á fundum SIS, og var
þeim sífellt vísað frá. Að lokum vék
Jónas Jónssdn þó frá ritstjórn Sam-
vinnunnar, og tók þá fyrir slík skrif
í tímaritinu.
15. Forustumenn
Fyrstu starfsár félagsins gætti í for-
ustu þess aðallega manna, er framar-
lega höfðu staðið í hinum eldri fé-
lög'um, er það höfðu myndað, ekki
sízt þeirra, sem mest höfðu beitt sér
fyrir sameiningunni. Af 12 mönn-
um, er sæti áttu í fyrstu stjórn og
framkvæmdarstjórn félagsins, höfðu
8 átt sæti í stjórnum og fram-
kvæmdarstjórnum eldri félaganna.
Þrír þessara manna eiga enn sæti í
stjórninni, og eru }:>að þeir Svein-
björn Guðlaugsson, Theódór B.
Líndal og Þorlákur Ottesen. Síðan
1940 hefur í forustu félagsins æ
136
Félagsrit KRON