Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 111
Reykjavíkur og nágrennis á fyrsta
tíu ára starfsferli þess í þrjú tímabil.
Fyrsta tímabilið eru vaxtar- og
þensluárin 1937—1942. Á þessu
tímabili eykst meðlimatalan jöfnum
skiefum, en mjög verulega, vöru-
salan virðist nálega tvöfaldast, búð-
um fjölgar, hafin er ýmiss konar ný
starfsemi og fitjað upp á ýmsum
nýjum tilraunum. Árið 1942 lendir
félagið í talsverðum fjárhagslegum
örðugleikum. Að nokkru voru þess-
ir örðugleikar afleiðing af verð-
lagsþróun stríðsáranna, að nokkru
afleiðing af hinni miklu útþenslu
undanfarandi ára. Þessir erfiðleik-
ar leiða til stefnubreytingar í stjórn
félagsins. Á næsta tímabili, árin
1943—1945, er um verulegan sam-
drátt á starfsemi félagsins að ræða
og markvisst stefnt að því að
tryggja félagið fjárhagslega. Breyt-
ingar þær, er verða á framkvæmd-
arstjórn félagsins árið 1943, standa
í nánu sambandi við þessa örðug-
leika og þá stefnubreytingu, sem
þeir leiða til. Framkvæmdarstjórn
félagsins, og þá fyrst og fremst
aðalframkvæmdarstjórinn, Jens Fig-
ved, hafði fyrst og fremt borið
ábyrgð á þeirri stefnu, sem þang-
að til hafði verið fylgt. Þeim ágrein-
ingi, er þannig skapaðist á milli
framkvæmdarstjórnar og félags-
stjórnar, var lýst á eftirfarandi hátt
af einum meðlimi stjórnarinnar á
aðalfundi 1944: „Stjórninni þótti
hann (Jens Figved) fara hraðar í
framkvæmdir en hún áleit lieppi-
legt fyrir afkomu og öryggi félags-
ins, og þannig stefnt í þá hættu, að
gjaldþoli og lánstrausti þess yrði of-
boðið, og hér var um stórt stefnu-
mál að ræða, S'em eðlilega leiddi til
framkvæmdarstjóraskipta í félag-
inu.“ Á sama fundi var samþykkt
eftirfarandi tillaga í sambandi við
þetta mál: „Um leið og aðalfundur
KRON þakkar Jens Figved fyrir
unnin störf í þágu kaupfélagsins á
undanförnum árum, lýsir fundur-
inn yfir því, að brottför lians úr
forstjórastöðu þess byggist einungis
á verulegum stefnumun á milli hans
og félagsstjórnarinnar."
Á árinu 1945 verður viðskilnaður
utanbæjardeildanna til þess að auka
enn samdrátt í starfsemi félagsins og
skapa því nýja fjárhagslega örðug-
leika. Á þessu tímabili, 1943—1945,
er mjög dregið úr öllum frarn-
kvæmdum, félagið losar sig við þau
framleiðslufyrirtæki, er verst höfðu
gengið, verzlunum er fækkað, birgð-
ir minnkaðar, vörusala dregst sam-
an, bæði að verði og magni árið
1944 og einkum árið 1945, Fjár-
hagslega réttir félagið mjög við á
árunum 1943 og 1944, eigið fé í
rekstri þess eykst og lausaskuld-
um er breytt í föst lán. Árið 1945
versnar fjárhagsaðstaðan mjög aft-
ur vegna viðskilnaðarins, en þeir
erfiðleikar verða ekki langvarandi.
Meðlimatala félagsins heldur áfrarn
að aukast á þessu tímabili og sér-
staklega verður liún mikil árið 1945.
Þessi meðlimaaukning virðist þó,
a. m. k. í bili, ekki liafa haft veru-
lega þýðingu fyrir félagið, þar sem
Félagsrit KRON
141