Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 91
Kona, sem verzlað hefur i KRON frá byrjun, hefur varið útborguOum arði sinum til kaupa á
góðum gripum, sem hún að öðrum kosti mundi ekki hafa keypt. Árangurinn eftir 10 ár er
þessi: Gólfteppi, ryksuga, postulins kaffistell, 6 silfurgafflar, stór silfurskeið, tvcer silfurnœlur,
eyrnalokkar og samkvœmisskór.
stofnsjóð, varasjóð eða verið útborg-
aður, hefur gengið til arðjöfnunar-
sjóðs, nema eitt árið (1938), er dá-
lítil upphæð gekk til starfsmanna.
Af töflunni sést, að fyrir öll árin
að meðaltali hefur um 24% tekjuaf-
gangs átt að renna í varasjóð, 75%
í stofnsjóð eða til úthlutunar og um
1% í arðjöfnunarsjóð. Þó lrafa þessi
hlutföll breytzt nokkuð árin 1943—
46, þannig að varasjóðstillag hefur
lieldur farið hækkandi og stofn-
sjóðstillag og úthlutun lækkandi,
sem mun stafa af hlutfallslega held-
ur minnkandi viðskiptum félags-
manna. Ennfremur sést í töflunni,
hversu mikilli upphæð úthlutaður
arður og stofnsjóðstillag hefur num-
ið á hvern félagsmann til jafnaðar
á hverju ári, og að meðaltali fyrir
öll árin.
Félagsrit KRON
121