Félagsrit KRON - 15.12.1947, Síða 104
flutningsmálunum sé þannig fyrir
komið, að þau beri ekki skarðan
hlut frá borði.
14. Árásir á félagið
KRON hefur aldrei orðið fyrir
jafn skipulögðum árásum og til-
raunum til að hefta starfsemi þess
og Pöntunarfélagið sætti á sínum
tíma. Aðstaða þess hefur einnig frá
upphafi verið svo sterk, að slíkar
tilraunir voru vonlausar. Hins veg-
ar hefur félagið oft orðið fyrir að-
kasti í blöðum og tímaritum, sem
jafnvel hefur gengið svo langt, að
leitt hefur til málshöfðana. Einkum
bar mikið á þessum árásum haustið
1938, og voru það dagblöðin Vísir
og Morgnblaðið, sem þar gengu
fram fyrir skjöldu. Mun þessi her-
ferð hafa staðið í sambandi við það,
að KRON hafði þá á prjónunum
fyrirætlanir um að koma á fót stórri
vefnaðarvöruverzlun í húsi Útvegs-
bankans við Lækjartorg. Var það
einkum þrennt, er í blaðagreinum
þessum var fundið félaginu til for-
áttu, að það stæði í þjónustu ákveð-
ins eða ákveðinna stjórnnrálaflokka,
að það okraði á viðskiptavinum sín-
um, og að það stefndi að því að
eyðileggja alla kanpmannaverzlun
með því að sölsa undir sig öll inn-
flutningsleyfi. Til sönnunar um ok-
ur félagsins birtu blöðin útreikn-
inga, þar sem komizt var að þeirri
niðurstöðu, að álagning þess á vefn-
aðarvörur nænri 137—288%. Með
því að athuga rekstrarreikninga þá,
sem birtir eru á öðrum stað í þessu
134
riti, geta nrenn sannfært sig um ná-
kvæurni og sannleiksgildi þessara
reikningslista. Að öðru leyti tala
þessi skrif sínu máli bezt sjálf, og
skulu liér því birt nokkur sýnishorn:
„Þeir rauðu hafa liugsað sér að
færa út kvíarnar, og hrifsa til sín
meginið af innflutningnum á vefn-
aðarvöru, þar senr álagning er eitt-
hvað hærri (í þeim vörufjokkiV1
(Kaupmaður í Morgunblað-
inu 11. okt. 1938.)
„Kommúnistar heimta vefnaðar-
vöruna í sinar hendur. Okurálagn-
ing hjá KRON .... KRON hefur
snemma í sumar tryggt sér húsnæði
í miðbænum, þar senr eingöngu átti
að verzla með vefnaðarvöru . . . ó-
hugsandi að KRON liafi ráðizt í
þetta án þess að hafa tryggt sér mik-
inn innflutnino; af vefnaðarvöru. Þá
tryggingu gat enginn annar í té lát-
ið en fjármálaráðherrann, senr er al-
valdur um framkvænrd innflutn-
ingshaftanna . . . höftin eru notuð
fyrst og fremst til að koma allri
kaupmannaverzlun fyrir kattarnef
. . . Hvað á að gera við þann mikla
gróða, senr fyrirtækið (KRON) aflar
sér með okurálagningu? Svarið við
þessari spurningu mun koma í Ijós
við kosningar á konrandi árunr. Það
á að láta Reykvíkinga bera uppi
útbreiðslustarfsemi Stalinsmanna á
íslandi."
(Morgunblaðið 13. okt. 1938.)
„Hér er í skjóli innflutningshaft-
anna unnið að því að útrýma einni
stétt úr þjóðfélaginu."
(Morgunblaðið 15. okt. 1938.)
Félagsrit KRON