Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 97
Starfsfólk KRON 1947 (d rnyndina vantar nokkra starfsmenn)
afgreiðslufólk í búðum félagsins.
Helztu viðfangsefnin voru sam-
vinnumál, almenn verzlunarstörf,
vinnutækni og vöruþekking. Kennt
var með fyrirlestrum eitt kvöid í
viku og önnuðust starfsmenn félags-
ins alla kennsluna. Loks fengu
yngstu starfsmennirnir, sendisvein-
arnir, nokkra tilsögn í skrift og
reikningi.
Ófriðurinn liafði á marga lund í
för með sér breytt viðhorf að því er
snerti fræðslu- og félagsmálastarf-
semina, aðallega á þann veg að tor-
velda hana. Ókleift reyndist að
halda áfram sumu af því, sem byrj-
að hafði verið á, og á öðrum sviðum
varð að draga saman seglin. Al-
mennir fræðslu- og skemmtifundir,
þar sem sýndar voru samvinnukvik-
myndir og haldin fræðandi erindi
um samvinnumál og félagsmál, hús-
mæðrafræðsla o. fl., höfðu verið
einhverjir vinsælustu þættir félags-
starfseminnar fyrir styrjöldina, en
1940 féllu þessir fundir niður. Meg-
inástæðurnar voru þær, að sam-
vinnukvikmyndir voru ófáanlegar,
og lrús fyrir fjölmenna fundi og
kvikmyndasýningar fékkst ekki
heldur.
Deildarstjórnarfundum og full-
trúafundum í deildunum fækkaði.
Var höfuðástæðan annríki fulltrú-
anna, einkum verkamanna, því að
þegar setuliðsvinnan hófst, gátu
Félagsrit KRON
127