Kjarnar - 01.02.1948, Síða 8
hverri konu að eiga barn. Ég get átt barnið heima hjá mér
eins og hvar sem er annars staðar,“ sagði hún.
Þau óku stanzlaust allan daginn og rnættu engum
manni. Eitt sinn sáu þau reiðmann langt í burtu. Ef til vill
var það Indíáni, eða einhver hinna hvítu útlaga, sem áttu
sér felustaði lengra í vestri.
Á alla vegu teygði sléttan sig svo langt sem augað
eygði, og grasið bylgjaðist fyrir golunni. Um kvöldið fóru
þau fram hjá fallegum skógarreit, og Karl stökk ofan úr
vagninum til þess að safna dálitlu af fræi.
Um sólarlag beygði Karl ofan í dálítið dalverpi og
stöðvaði hestana.
„Jæja, þá erum við komin alla leið,“ kallaði hann glað-
lega.
Karólína horfði áfjáð í kringum sig. Þau voru stödd
við litla vík inn úr allstóru vatni. Karl skellihló. Hann
hafði geymt að segja henni frá þessari fallegu vík til þess
að koma henni dálítið á óvart. Hana hafði ekki grunað,
að bærinn þeirra mundi standa við vatn. Þau þyrftu þá
ekki að grafa brunn.
„Mér datt í hug, að við gætum kallað bæinn Fögruvík,“
sagði Karl. Tvö villt plómutré uxu þar á vatnsbakkanum.
„Þau eru lifandi,“ sagði hann, „og þau rnunu bera ávöxt
næsta sumar.“
Svo sýndi hann henni byggingarnar. íbúðarskýlið var
að mestu grafið í jörð, og grasið óx yfir þak þess. Hallandi
gata lá ofan að dyrunum, sem vissu fram að víkinni. Þessi
híbýli voru aðeins ein vistarvera, sem rúmaði rétt aðeins
þá fáu muni, sem þau höfðu meðferðis. Moldargólfið var
slétt og hart. Loftið var klætt innan með segldúk og vegg-
irnir að nokkru leyti. Þar inni var rúmbálkur, borð og
KJARNAR
6
Nr. 1