Kjarnar - 01.02.1948, Síða 10
vélinni stafaði hita og ilmandi matarlykt. Þá tók Karl
fiðluna sína úr kassanum og lék og söng.
Þegar kom fram í febrúar, var landið allt hulið miklum
snjó. Karólína var nú komin langt á leið, og hún var þung-
stíg og andstutt. Þótt gott veiðiveður kæmi, þorði Karl
ekki að yfirgefa hana lengi í senn. Hvergi sást nokkur
mannleg vera í nánd, og þessi mikli snjór markaðist að-
eins af sporum villtra dýra, sem ráfuðu um hjarnið.
Karólína reyndi nú að rifja upp fyrir sér allt, sem hún
hafði heyrt um barnsburði og smábörn, en það var harla
lítið, sem hún mundi. Hún forðaðist að láta Karl vita um
það, hve sárt hún saknaði móður sinnar um þetta leyti.
Léttasóttin hófst síðla dags. Karólína hafði verið að
hnoða brauð og setja það í form. Svo færði hún deigið
nær eldavélinni svo að það gerjaðist fyrr. Henni tókst að
leyna hann þrautunum, unz hún hafði sett brauðið inn í
ofninn. Hún hafði vitað, að þrautirnar mundu verða sár-
ar og ákveðið að reyna að verjast hljóðum til þess að gera
Karl ekki hræddan.
Sú nótt var lengi að líða. Hún lá í rúmfletinu og brosti
til Karls, þegar hún gat það fyrir kvölum. Óttinn var
verri en þjáningin. Hún þrýsti sér í örvæntingu upp að
Karli, en hann var alveg eins hjálparvana. Svo féll hún í
eins konar dvala, en hrökk upp við sín eigin hljóð. Hún
gat ekki varizt því að hljóða, því að henni fannst sem
hún væri að sökkva í botnlaust hyldýpi.
Barnið fæddist undir morguninn — á 17. afmælisdegi
hennar. Það kom eins og afmælisgjöf. Þau kölluðu strák-
inn Jón Karl. Hann var vel skapað og hraustlegt barn og
grét nær því aldrei. Karólína þvoði föt hans á hverjum
degi og baðaði hann í snjóvatni, sem hún hitaði á elda-
KJARNAR
8
Nr. 1