Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 12
ins. Svo rétti hann upp tvo fingur og gaf þeim til kynna,
að annar þeirra ætti að merkja hann sjálfan en hinn konu
sína. Svo rétti hann höndina í áttina til Karólínu. Hann
var að segja þeim, að konan sín væri mjög einmana.
Þetta kvöld klædd.ist Karólína beztu klæðum sínum,
setti hatt á höfuð sér og lyfti barninu upp á handlegginn.
Síðan gekk hún af stað yfir sléttuna. Hún staðnæmdist
við ábreiðuna, sem breidd var fyrir dyrnar á kofa Sven-
son-hjónanna og kallaði: „Frú Svenson.“
Ljóshærð kona á aldur við Karólínu kom fram í gætt-
ina. Hún titraði af eftirvæntingu, er hún tók hönd Karó-
línu og leiddi hana inn í kofann. Eini stóllinn þarna inni
var sætið úr vagninum. Frú Svenson brosti vingjarnlega
og talaði í sífellu eitthvert undarlegt hrognamál, að því
er Karólínu fannst. Svo setti hún kaffivatn í ketilinn og
lét hann yfir eldinn, sem logaði í hlóðum, gerðum úr
bufflakjálkum. Hún átti enga eldavél.
Þakið af vagninum var látið mynda rúmstæði þarna á
gólfinu og um það var snyrtilega búið með svæflum og
ábreiðum. Tvær stórar kistur stóðu í einu horninu. Frú
Svenson opnaði aðra þeirra og tók upp úr henni tvo bolla
og sykurkar. Síðan bar hún gestkonunni kaffið.
„Bolli“, sagði Karólína og benti, en frú Svensen hafði
orðið upp eftir henni. Hún hló svo að skein í hvítar
sterklegar tennur.
„Sykurkar,“ sagði Karólína.
„Sykurkar," sagði frú Svenson áköf. Síðan fór hún að
benda á aðra hluti, og Karólína nefndi nöfn þeirra á
ensku. Þetta var eins og leikur. Þegar Karólína sagði
„barn“ endurtók frú Svendson það margsinnis, og Karó-
KJARNAR
10
Nr. 1