Kjarnar - 01.02.1948, Síða 14
stolti. Af þessum ökrum munum við fá 40 skeppur af
hverri ekru, og hveitiverðið er einn dollar fyrir skeppuna.
Það verða að minnsta kosti 2 þúsund doilarar.“
Hún stóð orðlaus og agndofa, því að þetta var meiri
fjárhæð, en hana hafði nokkru sinni dreymt um að eign-
ast. Svo sagði hún glöð: „Þá getum við líka eignazt kú,
er það ekki?“
„Kú? Heila hjörð af kúm,“ sagði Karl glaður. „Við
getum girt landið, og við getum byggt okkur fallegt hús.
Og svo ætla ég að kaupa handa þér silkikjól.“ Hann lyfti
henni upp á arma sína og sveiflaði henni í kringum sig.
„Við verðum rík, Karólína,“ hrópaði hann.
Á hverju kvöldi gengu þau út á akrana til þess að
skoða hveitið. Næturfrost gátu verið í nánd, en hveitið
þarfnaðist ekki meira regns. Svo fór Karl að grafa fyrir
kjallara nýja hússins innan við hinn væntanlega hyrning
trjánna. Þau mundu eftir hvítu, fallegu húsi, sem þau
höfðu séð heima í sveitinni sinni. Húsið þeirra átti að
líkjast því.
Undir þessu nýja húsi átti að vera brunnur með dælu,
svo að hún þyrfti ekki að bera vatnið neðan frá víkinni.
Og þar átti að vera trégólf með dúkum og mottum. Um
kvöldið bar hún vatn neðan úr víkinni og vökvaði trjá-
fræin. Svo rétti hún úr bakinu og leit yfir rásina, sem
Karl var búinn að grafa í jörðina og átti að verða kjallari
nýja hússins. Hún sá í anda þetta nýja, hvíta hús í skjóli
fallegra trjáa, en út frá því breiddust axgulir hveitiakrar.
Þetta var heimilið þeirra. Drengurinn þeirra mundi ekki
þekkja það öðruvísi. Hann mundi vaxa og dafna og verða
fullorðinn maður í þessu hvíta húsi. Hann mundi vinna
á ökrunum og í stórri kornhlöðu og þeysa yfir sléttuna á
Nr. 1
KJARNAR
12