Kjarnar - 01.02.1948, Page 16
ansamur, en allt í einu varð hann alvarlegur og sagði
með lotningu: „Guði sé lof fyrir, að ég verð senn fær um
að sjá þér og barninu sómasamlega farborða.“
Eftir kvöldverðinn sátu þau saman á þröskuldinum
og horfðu á stjörnurnar. Þau hvíldust og nutu þeirrar
öryggiskenndar, sem hveitið hafði veitt þeim. „Ég mun
byrja að slá það í lok næstu viku,“ sagði Karl.
Karólína var að bera miðdegisverðinn á borðið dag-
inn eftir, þegar hvell konurödd barst að utan. Röddin
var skerandi og óttafull.
„Bíddu hérna,“ sagði Karl, greip byssu sína og snar-
aðist út. Karólína þorði ekki að fara lengra frá barninu
en út fyrir dyrnar.
Frú Svenson kom hlaupandi, og Karl hljóp á móti
henni. Hún kallaði hátt og veifaði handleggjunum sem
í varnarskini. Svo sneri hún sér við og benti upp á him-
ininn út við sjóndeildarhringinn. Karólína leit þangað
og sá ský færast upp á himininn. Það var ólíkt öllum
skýjum, sem hún hafði séð. Það kom úr norðaustri og
færðist óðfluga fyrir sólina. Frú Svenson snerist þegar
á hæli og hljóp sem fætur toguðu aftur heim til sín.
Karl hafði staðnæmzt og horfði sem steini lostinn á
skýið. Svo fórnaði hann höndum og hrópaði: „Guð
minn góður. Guð minn almáttugur.“
Það var engisprettuher, sem myrkvaði himininn. Þær
komu í milljónatali til þess að eyðileggja og tortíma.
Karl hljóp að hesthúsinu og kallaði um leið: „Fylltu
þvottabalann af vatni og bleyttu ábreiður. Ef til vill get-
ur eldurinn bjargað því.“
Áður en hinir vængjuðu vágestir höfðu svifið til jarð-
ar, hafði Karl hvatt hesta sína með plóg í eftirdragi
KJARNAR
14
Nr. 1