Kjarnar - 01.02.1948, Side 20
í ofboðslegri skelfingu: „Ó, Karl, Karl. Dreptu þær,
dreptu þær.“
Hún sá jörðina iða utan við dyrnar, og vatnsborðið í
víkinni kraumaði eins og hver af engisprettum, sem voru
að drukkna. Þær héldu beint af augum út í vatnið. Karó-
lína stökk að hurðinni og skellti henni aftur, og engi-
spretturnar mörðust milli hennar og þröskuldsins.
Karl spratt á fætur og réðst þegar til orustu. Hann
lamdi og barði kringum sig, burstaði veggi og loft og
kramdi þær undir fótum sér. Að lokum hafði hann lagt
að velli allar engisprettur, sem komizt höfðu inn í húsið.
Allan daginn, nóttina og næsta dag streymdu engi-
spretturnar fram hjá í þéttum fylkingum. Karl fór ekki
út fyrir dyr nema til þess að annast hestana. „Guði sé lof
fyrir, að ekkert er að þeim,“ sagði hann. „Ég fæ kannske
atvinnu við akstur. Ég ætla að fara aftur til járnbraut-
arinnar og vinna þar. Það er ekki allt glatað enn. Við
munum komast á réttan kjöl aftur.“
„Auðvitað réttum við við aftur, eins og við höfum alltaf
gert,“ sagði Karólína glaðlega.
Hún vissi, hve honum var þvei’t um geð að fara aftur í
vinnu við járnbrautina. Hann hafði arið sitt eigið land í
heilt ár og var orðinn sjálfstæður.
Seint um kvöldið varð glugginn með olíupappírnum
aftur hreinn. Engispretturnar voru farnar hjá, eins
skyndilega og þær höfðu kömið. Skýið færðist í norð-
vesturátt og myrkvaði kvöldsólina.
En á sléttunni sást hvorki strá né blað. Kvöldgolan bar
með sér smágert duft. Hið eina, sem engispretturnar
höfðu ekki etið upp til agna, voru heystakkarnir frá
sumrinu.
K.JARNAR
18
Nr. 1