Kjarnar - 01.02.1948, Side 21
Karl lagSi af stað morguninn eftir fyrir dögun. Hann
ætiaði til næstu bækistöðvar járnbrautarmanna, sem var
tuttugu mílur í burtu. „Ef verkstjórinn vill taka mig
strax í vinnu, kem ég ekki aftur, en ég mun reyna að
koma orðsendingu til þín með einhverjum ferðamanni.
Þú skalt samt ekki vera hrædd um mig, þótt ég komi ekki
heim annað kvöld. Svenson mun rétta þér hjálparhönd,
ef þörf gerist.“
Hann hélt henni andartak í faðmi sínum og kyssti hana
innilega. Síðan kleif hann upp í vagninn og ók af stað.
Hún fann ekki til fulls, hve einmana hún var, fyrr en
kvöldið eftir, er Karl kom ekki heim. Hún taldi sjálfri
sér trú um, að hann mundi hafa fengið vinnu þegar í
stað, og þau mundu geta goldið eitthvað af skuldunum
og keypt sér nauðsynjar til vetrarins. Hún taldi sér líka
trú um, að missir hveitisins væri ekki svo ákaflega til-
finnanlegur, þar sem þau hefðu ekki verið búin að upp-
skera það. Allir þeir hlutir, sem þau höfðu ætlað að eign-
ast fyrir hveitið, svo sem hvíta húsið og margt fleira,
höfðu heldur aldrei verið til nema í- draumum þeirra, svo
að þetta var ekki raunverulegur missir, heldur aðeins
dálítil vonsvik.
„Karl hefur vinnu,“ sagði hún við sjálfa sig. „Við mun-
um eignast kú næsta vor, og Kalli litli fær mjólk.“
Fimm dögum seinna kom Karl aftur heim. Karólína
var að gefa drengnum brjóstið, þegar hún heyrði vagn-
skröltið. Hún gekk út að hesthúsinu til þess að fagna
honum. Bjarminn frá luktinni hennar féll á andlit hans,
og hún sá vonleysið í augum hans. Hún las í þeim langa og
árangurslausa ökuferð í steikjandi hitanum.
Nr. 1
19
KJARNAR