Kjarnar - 01.02.1948, Side 22
„Ósköp ertu þreytulegur. Ég skal hjálpa þér að ganga
frá hestunum,“ sagði hún hlýlega.
„Ég fékk enga vinnu. Það er enga vinnu að fá í öllu
fylkinu.“
Hún leit upp til hans, og hann kyssti hana brosandi.
Svo fór hann að leysa hestana frá vagninum.
Hún sneri aftur heim að kofanum, og þegar hann kom
inn, sauð tevatnið, og kartöflurnar voru soðnar.
„Þeir eru hættir vinnu í ötlum bækistöðvunum,“ sagði
hann. „Þeir eru hættir járnbrautarlagningunni í bili, og
allir eru að leita sér að atvinnu. Margir eru alveg vita
bjargarlausir, og það meira að segja menn með stórar
fjölskyldur.“
Hún sagði hægt og rólega: „Við erum ekki eins illa
stödd. Við eigum fóður handa hestunum og nóg af kart-
öflum, og í vetur getur þú farið á veiðar.“
Hann varð allt í einu æstur og sló með krepptum hnef-
anum í borðið. „Ég get ekki einu sinni farið á veiðar. Ég
á hvorki kúlur né púður, og ég hef ekkert lánstraust.
Okkur eru allar bjargir bannaðar.“
Karl þrýsti krepptum hnefunum að enni sér. „Ég
held við ættum heldur að yfirgefa þennan stað og fara
eitthvert austur í ríki. Ef til vill get ég fengið vinnu þar.
En Karólína vissi, að þau máttu ekki yfirgefa heimilið,
sem þau höfðu skapað sér. „Hvers vegna ættum við að
fara,“ sagði hún. „Við fáum gjaldfrest á skuldunum, ef
við dveljum hér áfram, annars ekki.“
„Já, það verður erfitt að fara austur og vera kominn
aftur eftir fimm mánuði,“ sagði hann dauflega. „Við get-
um ekki annað en farið hægt yfir vegna barnsins, og ein-
hverja peninga verðum við að hafa til þess að lifa af á
KJARNAR
20
Nr. 1