Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 23
leiðinni. Svo kemur einhver og' hremmir þetta land, með-
an við erum fjarverandi. Heldurðu, að mönnum lítizt
ekki vel á þetta frjósama land — og meira að segja allt
saman plægt?“
Honum hafði ekki einu sinni flogið í hug að fara austur
án hennar.
„Það mun enginn taka það meðan ég er hér,“ sagði hún
ákveðin.
Hann skildi þegar, hvað hún átti við og leit hvatlega í
augu hennar.
„Karólína, þér getur ekki verið þetta alvara?“
„Ég er alltaf jafneinmana, þegar þú ert ekki hjá mér,
og það skiptir engu, hvort þú ert í vinnu við járnbrautina
hérna í fylkinu, eð einhvers staðar langí austur í ríkjum.“
Hún ætlaði ekki að láta rödd sína skjálfa og þagnaði því
skyndilega. „Það mun allt fara vel. Svenson-fólkið er
hérna rétt hjá.“
Þau vöktu mestan hluta næturinnar og töluðu um
þetta, en barnið svaf vært á milli þeirra. Henni tókst að
sannfæra hann um, að þetta væri óhætt og framkvæman-
legt.
Hann ætlaði að halda austur í ríki og leita sér þar at-
vinnu. Hann ætlaði að leggja af stað eftir nokkra daga,
en þeim fáu dögum eyddu þau við að taka upp kartöfl-
urnar og búast undir veturinn að öðru leyti. Hann gróf
brunn við húsdyrnar og setti á hann vindu, svo að hún
þyrfti ekki að sækja vatnið ofan að víkinni. Þau heim-
sóttu Svenson-fólkið og dvöldu eina kvöldstund hjá því
og gengu síðan heim í tunglsljósinu og leiddust. Dreng-
urinn svaf á handlegg Karls.
Morguninn eftir ók hann til verzlunarstaðarins með
Nr. 1
21
KJARNAR